Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segist vera vanhæfur: „Það er nú varla gild ástæða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt umdeildasta mál Reykjanesbæjar á undanförnum vikum hafa verið málefni Hljómahallarinnar þar sem Rokksafn Íslands er til húsa ásamt tónlistarskóla. Einhverjar hugmyndir hafa verið uppi um að loka safninu en þær hugmyndir virðast hafa verið slegnar af borðinu. Það stendur hins vegar til að flytja bókasafn Reykjanesbæjar inn í húsnæðið.

Á fundi bæjarstjórnar þann 21. mars lýsti Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sig vanhæfan í málinu á þeim grundvelli að persónulegar skoðanir hans gætu truflað vinnuna.

„Nú þegar búið er að ákveða að ráða utanaðkomandi verkefnastjóra til að stýra flutningi bókasafnsins í Hljómahöll lýsir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri sig vanhæfan til frekari vinnu við undirbúning verkefnisins. Kjartan Már var tónlistarkennari og skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík í 18 ár (1980 1998) og fyrsti formaður stjórnar Hljómahallar og þar með Rokksafnsins 2012-2014. Kjartan telur sjálfur að persónulegar skoðanir hans gætu truflað vinnuna og því sé best að hann komi ekki að undirbúningi flutningsins.“

Þetta fannst Margréti Þórarinsdóttur skrýtið í ljósi þess að Kjartan er ráðinn embættismaður. Margrét situr í minnihluta bæjarstjórnar fyrir Umbót og lagði hún fram eftirfarandi bókun:

„Mér finnst nokkuð sérstakt að bæjarstjóri skuli lýsa sig vanhæfan til frekari vinnu við undirbúning verkefnisins. Það blasir við að bæjarstjóri er ósáttur við þær breytingar sem búið er að samþykkja að verði gerðar á Rokksafninu og flutningi bókasafnsins. Ég hefði nú haldið að það teldist ekki vera vanhæfi þó menn væru ósammála.

Ég spyr því háttvirtan bæjarstjóra sem er ráðinn embættismaður, hyggst hann lýsa sig vanhæfan í öðrum málum sem meirihlutinn felur honum að framkvæma og hann er ósammála hugmyndafræðilega?

- Auglýsing -

Það eitt að vera ósammála er ekki grundvöllur fyrir ráðinn embættismann að lýsa sig vanhæfan. Stundum þarf að taka erfiðar ákvarðanir og þær lúta oftar en ekki að draga úr kostnaði og skera niður útgjöld. Kannski á bæjarstjóri erfitt með að taka erfiðar ákvarðanir og vill komast hjá því að vera bendlaður við ákvarðanatöku sem er erfið, en engu að síður nauðsynleg. En þetta er nú bara hluti af því að vera bæjarstjóri.

Í ljósi framgreinds óskar Umbót eftir því að bæjarstjóri svari eftirfarandi: Hvernig rökstyður bæjarstjóri ákvörðun sína um að hann sé vanhæfur með tilliti til stjórnsýslulaga og sveitarstjórnarlaga? Nú er langt um liðið síðan bæjarstjóri var skólastjóri Tónlistarskólans og ekki er hægt að sjá hvernig það starf lítur að þessari ákvörðun, þannig það er nú varla gild ástæða.

Bæjarstjóri veit nákvæmlega hvers vegna það er nauðsynlegt að færa bókasafnið. Ný staðsetning í húsnæði Hljómahallar er sú besta í stöðunni, auk þess sem hún er mjög miðsvæðis í bæjarfélaginu. Þetta snýst allt um kostnað. Nýtt bókasafn kostar margfalt það sem hér er lagt upp með.“

- Auglýsing -

Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -