Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Fjarðabyggð selur öll tjaldsvæði sveitarfélagsins – Léttir á fjárhagslegum skuldbindingum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur ákveðið að selja öll sjö tjaldsvæði sveitarfélagsins næsta haust.

Í frétt Austurfréttar um málið segir að Fjarðabyggð eigi og reki tjaldstæði í sjö mismunandi bæjum en næsta haust verða þau sett í formlegt söluferli, samkvæmt formanni bæjarráðs, Stefáni Þór Eysteinssyni.

Það var snemma í vetur sem ákvörðun var tekin á fundi bæjarráðs um að breyta rekstrarformi tjaldsvæðanna til frambúðar en hugmyndirnar voru tvær. Annað hvort að vinna verðmat á svæðunum og hefja söluferli eða að sveitarfélagið sjálft tæki algjörlega yfir rekstur hvers svæðis fyrir sig.

Stefán Þór segir að með sölu tjaldsvæðanna, losi það sveitarfélagið undan öllum rekstri þeirra og létti þannig á fjárhagslegum skuldbindingum þeirra vegna. Samkvæmt Austurfrétt eru þær skuldbindingar talsverðar því þörf er á endurnýjun á mörgum svæðunum vegna þess að tjaldvagnar, felli- eða hjólhýsi hafa að mörgu leyti tekið við af tjöldum á tjaldsvæðum landsins. Af þeim sökum þarf að kosta talsverðu til vegna rafmagnstengina og almennrar endurnýjunar næstu árin.

„Ég á ekki von á að við förum í söluna fyrr en að þessu sumri loknu,“ sagði Stefan Þór í samtali við Austurfrétt. „Spurningin sem við veltum helst fyrir okkur í þessu var hvort ekki væri eðlilegra að þeir sem þegar eru að reka einhvers konar gistiþjónustu á þessum stöðum væru með tjaldsvæðin á sínu forræði en vel gæti hentað að samtvinna slíkan rekstur. Svo var líka spurning þessu tengt hvort að sveitarfélagið ætti að vera í beinni samkeppni við aðra gistiaðila á þeim svæðum þar sem tjaldsvæði séu til staðar. Við mátum það óeðlilegt.“

Svæðin sjö sem seld verða að loknu sumri, sem verður eitt stærsta ferðasumar Íslandssögunnar, eru á Breiðdalsvík, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Norðfirði, Mjóafirði, Reyðarfirði og Stöðvarfirði.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -