Miðvikudagur 17. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Framsókn slítur meirihlutasamstarfi við Fjarðalistann – Ræðir við Sjálfstæðisflokkinn í dag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Framsóknarflokkuirnn í Fjarðabyggð hefur ákveðið að slíta meirihlutasamstarfi hans og Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Tilkynning þess efnis birtist í gærkvöldi og er ástæðan sögð vera trúnaðarbrestur. Í dag hefjast viðræður Framsóknarflokksins við Sjálfstæðisflokkinn um myndun nýs meirihluta.

Tilkynningin birtist á Facebook-reikningi Framsóknar í Fjarðabyggð í gærkvöldi en Austurfrétt sagði frá þessu í frétt sinni. Í tilkynningunni kemur fram að ákvörðunin hafi verið gerð vegna trúnaðarbrests á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn.

Á þeim fundi greiddi Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, annar fulltrúa Fjarðalistans, atkvæði gegn tillögu um breytingar á skólastofnunum Fjarðabyggðar. Taldi hún samráð hafa skort við gerð tillögunnar og að hún væri hrædd um að breytingin yrði ekki til framfara. Hvatti hún að lokum aðra fulltrúa til að fella tillöguna.

Tillagan hafði áður verið samþykkt í vinnuhópi en í honum sátu fulltrúar allra framboða í sveitarfélaginu, þar með talinn Stefán Þór Eysteinsson, oddviti Fjarðalistans. Þá var Stefán Þór einnig formaður bæjarráðs, sem samþykkti breytingarnar samhljóða fáeinum klukkutímum fyrir bæjarstjórnarfundinn.

„Góð samstaða og samstarf var í störfum hópsins milli fulltrúa allra flokka en meðal annars sátu oddvitar bæjarstjórnarflokkanna í hópnum. Niðurstöður hópsins voru kynntar bæjarfulltrúum líkt og stjórnendum skólanna í Fjarðabyggð áður en stjórnkerfisnefnd afgreiddi tillögu byggða á áðurnefndum niðurstöðum. Það voru því mikil vonbrigði þegar bæjarfulltrúi Fjarðalistans tók þá ákvörðun að styðja ekki málið á áðurnefndum bæjarstjórnarfundi og um leið lýsa vantrausti á alla vinnu hópsins og þá um leið alla þá sem að þeirri vinnu hafa komið frá því að hann hóf störf. Í ljósi þess þá hefur Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð tekið áðurnefnda ákvörðun og hefur tilkynnt oddvita Fjarðalistans um hana,“ segir í tilkynningu Framsóknarflokksins.

Í lok tilkynningarinnar segir að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn muni í dag „taka samtal um stöðu mála“ í bæjarstjórninni.

- Auglýsing -

Upphaflega var meirihluti Framsóknarflokksins og Fjarðalistans myndaður eftir kosningar árið 2018 og svo endurnýjaður fjórum árum síðar. Fyrir þann tíma höfðu Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn verið í meirihluta í átta ár.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -