Fimmtudagur 20. júní, 2024
8.1 C
Reykjavik

Fyrrverandi skipstjóri Herjólfs dæmdur í 30 daga fangelsi – Iðrast gjörða sinna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi hefur nú verið dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands, í þrjátíu daga fangelsi fyrir að sigla ferjunni ítrekað án atvinnuréttinda og fyrir að skrá aðra skipstjóra í sinn stað, án vitundar þeirra. Dómurinn er skilorðsbundinn.

Sjá einnig: Stjórn Herjólfs ohf. sagði öðrum skipstjóra upp: „Áttatíu prósent yfirmanna í skipinu eru farnir“

Samkvæmt frétt Vísis framdi maðurinn brot sín alls sjö sinnum, í desember og janúar á þessu ári. Höfðu atvinnuréttindi hans runnið út stuttu fyrir jól en hélt hann áfram að sigla ferjunni þar til réttindin voru endurnýjuð í janúar. Skráði hann aðra sem skipstjóra í lögskráningarskerfi Samgöngustofu án þeirra vitundar en í eitt skipti skráði hann yfirstýrimann sem starfaði í ferðinni, sem skipstjóra.

Maðurinn var ekki sendur í leyfi fyrr en í apríl á þessu ári en samið var um starfslok hans á sama tíma. Höfðu þá þegar fjórir starfsmenn Herjólfs sagt upp störfum vegna málsins.

Sjá einnig: Skipstjóra Herjólfs loksins gert að hætta – Reiknar með að þetta gerist ekki aftur

Gekkst maðurinn algjörlega við brotunum sem honum var gefin að sök og sagðist iðrast gjörða sinna. Hann hafi misst vinnuna vegna brotanna en verjandi hans óskaði eftir skilorðsbundinni refsingu.

- Auglýsing -

Féllst Héraðsdómur á að skilorðsbinda þrjátíu daga fangelsisdóminn til næstu tveggja ára með þeim rökum að skipstjórinn fyrrverandi hafi játað brot sitt og hann hefði ekki áður gerst brotlegur við lög.

Þá var aukreitist litið til iðrunar mannsins og samvinnufýsi hans auk þess sem hegðun hans hafi haft mjög neikvæð áhrif á líf hans. Þó hafi brotin verið alvarleg og snert ferðir á farþegaskipi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -