Fimmtudagur 25. júlí, 2024
10.9 C
Reykjavik

Sárasótt endanlega staðfest á Skriðuklaustri – Elsta dæmi um sjúkdóminn á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allnokkrir sjúklingar á Skriðuklaustri á 16. öld þjáðust af sárasótt. Þetta hefur nú verið staðfest með nýjum greiningum á beinagrindum sem grafnar voru upp á árunum 2002 til 2012.

Kenningar um það að þó nokkrir sjúklingar á Skriðuklaustri í Fljótsdals, hafi þjáðst af sárasótt höfðu áður verið viðraðar eftir venjubundnar mannabeinagreiningar frá klaustrinu en voru þær niðurstöður dregnar í efa vegna þess að talið var að sjúkdómurinn hafi ekki borist til Íslands þegar klaustrið var í rekstri, snemma á sextándu öld. Austurfrétt segir frá hinni merkilegu uppgötvun.

Frá uppgreftrinum á Skriðuklaustri sumarið 2008.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Nýjar greiningar forefðafræðitækninnar [fornDNA] sýna fram á að sárasótt hafi sannarlega borist til Íslands svo snemma en ekki fékk aðeins staðfesting á sjúkdóminum í beinum sjúklinganna, heldur er einnig um að ræða elstu dæmi um sárasótt á Íslandi.

Steinunn J. Kristjánsdóttir, prófessor í forleifafræði kynnti hinar merku niðurstöður á Læknaþingi í vetur en hún stjórnaði uppgreftri og rannsóknum á rústum Skriðuklausturs frá 2002 til 2012.

Í umfjöllun Austurfréttar segir að ekki sé mikið mál að ráða við sárasóttina í dag en á miðöldum var raunin önnur. Kvikasilfur var þá helsta meðalið gegn sjúkdóminum og var sú meðferð notuð á sjúklingum Skriðuklausturs.

Ein af beinagrindunum sem grafin var upp á Skriðuklaustri árið 2008.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Í heildina greindist merki um sárasótt í 21 beinagrind í kirkjugarði klaustursins, bæði áunna og meðfædda, af þeim 300 beinagrindum sem grafnar voru þar. Af þeim fjölda voru 150 grafir sjúklinga og er því, tölfræðilega, um að ræða frekar stóran hluta af sjúklingum með sóttina, eða 14 prósent. Samkvæmt rannsóknum Steinunnar var enginn þeirra sjúklinga sem þjáðust af sárasóttinni, jarðaður í kistu, af einhverjum ástæðum.

- Auglýsing -

Steinnunn á Læknaþinginu: „Aðalatriðið er að búið er að staðfesta með fornDNA greiningum að sjúklingar í Skriðuklaustri voru með sárasótt. Það var á meðan klaustrið var í rekstri á fyrri hluta 16. aldar. Búið var að greina sárasóttina með hefðbundnum mannabeinagreiningum en margir efuðust um að greiningin væri rétt, því venjulega er talið að sárasótt hafi ekki borist til Íslands fyrr en á síðari tímum. Nú er sem sé búið að staðfesta þetta með fornDNA greiningu. Greiningarnar hafa sömuleiðis sýnt að það voru Íslendingar sem voru jarðaðir við klaustrið. Engin dæmi eru um bein þaðan sem tilheyrðu manneskju af erlendum uppruna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -