Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Fannst elsta mynd Íslandssögunnar á Stöðvarfirði í morgun?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rissuð mynd af víkingaskipi fannst í steini inni í vegg eldri skálans á Stöð í Stöðvarfirði í morgun. Er hugsanlega um að ræða elstu mynd Íslandssögunnar.

Dr. Bjarni Faust Einarsson hefur undanfarin ár stjórnað fornleifauppgreftri á Stöð í Stöðvarfirði fyrir austan en þar er að finna mannvistarleyfar en Bjarni telur eldri skálann vera eitt elsta hús sem fundist hefur á Íslandi, það hafi verið uppi fyrir árið 870. Í morgun fannst mynd af víkingaskipi, rissuð í rauðan sandstein. En er þá um að ræða elstu mynd Íslandssögunnar?

„Já, ef ég hef eitthvað fyrir mér í því að eldri skálinn sé eitt af elstu húsum á Íslandi, fyrir 870, þá er þetta elsta mynd sem þekkt er á Íslandi. Og eina myndin sem ég þekki til hér. Þetta eru svona rissur af víkingaskipum undir fullum seglum, þetta er bara vel þekkt fyrirbæri á norðurlöndum. Þetta er á skipum, í kirkjum, í tré og þetta er á steinum, á beinum og svo framvegis,“ sagði Bjarni augljóslega spenntur og bætti við: „Og note bene, hann fannst inni í veggnum. Hvorki á gólfi eða fyrir utan húsið, heldur inni í veggnum.“

En hvernig stendur á því?

„Það er af því að það er þriðji fasi á svæðinu, sem við höfum ekki alveg náð utan um. Það er eitthvað að gerast á svæðinu áður en stóri skálinn er byggður.“

En ertu með einhverja kenningu um hvað það gæti verið?

- Auglýsing -

„Ekki eitthvað sem ég þori að láta frá mér. Að sjálfsögðu, ég þarf að grafa meira en það eru að koma í ljós ýmsar vísbendingar um þriðja fasa.“

En hvað sést nákvæmlega á myndinni?

„Þú sérð stefninn á skipinu og seglin með taumunum niður úr, alveg eins og það á að vera. Meira að segja stýrið á hliðinni ef þú vilt.“

- Auglýsing -

Aðspurður að því hvernig hafi gengið í sumar að grafa svaraði Bjarni: „Mjög vel. Enda blíðan þvílík. Ég hef aldrei lent í öðru eins. En ég kvarta ekki, hafandi fengið snjó og frost og regn. Þetta er æðislegt en þetta er full heitt fyrir minn smekk en öðrum finnst þetta mjög ljúft.“

Bjarni áætlar að ljúka greftri þetta sumarið þann 30. júní en ekki hafa fengist hærri styrkir til að grafa á svæðinu en dugar fyrir einum mánuði á ári. Finnst Bjarna það ekki súrt?

„No comment.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -