Fimmtudagur 10. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Þvert á álit sérfræðinga er nóg af rjúpu fyrir austan: „Alls staðar gekk veiðin mjög vel“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þvert á það sem náttúrufræðingar töldu í byrjun veiðitímabilsins, segja rjúpnaveiðimenn á Austurlandi, nóg hafa verið af rjúpu á svæðinu í haust.

„Það er nánast sama í hverjum maður heyrir, alls staðar gekk veiðin mjög vel og það sama á við um veiðina hér á austfirsku fjörðunum. Ég met það svo að stofninn sé með þeim sterkari síðustu árin því hvarvetna komust menn í góða hópa af rjúpu og veiddu vel,“ segir Heimir Snær Gylfason í Neskaupsstað í samtali við Austurfrétt.

„Ég satt best að segja veit ekki hvort þessir rjúpnafræðingar eru færir um að telja því það er enginn að verða þess var að rjúpan eigi erfitt uppdráttar. Þvert á móti eiginlega. Vorið hér fyrir austan var mjög gott fyrir fuglana og mig grunar að fræðingarnir einfaldlega átti sig ekki á að ungarnir eru fljótir að stækka þegar svo er. Ég ók sjálfur fram á rjúpnahóp snemma sumars sem greinilega var mamma með ungana, nema þeir voru orðnir álíka stórir og hún sjálf.“

Segist hann ekki hafa náð að ganga jafn mikið til rjúpna í haust, og undanfarin ár en að hann hafi verið í sambandi við marga veiðimenn. Segir hann marga hafa veitt vel og stundum umfram ráðleggingar Umhverfisstofnunar, sem mælti með fimm til sjö fugla á mann, enda hafi verið krökkt af rjúpu.

„Það munar svo miklu á þessu kerfi nú þar sem veiða má alla daga í ákveðinn tíma. Það þýðir að menn eru ekki lengur að rembast við að fara út til veiða í hvaða veðri sem er og láta svo hugsanlega björgunarsveitir þurfa að hefja leit í skítaveðri. Nú bíða menn rólegir eftir þægilegu veðri og aðstæðum og þetta gengur miklu betur svona. Þess utan jafnast fátt á við útiveru í náttúrunni í fallegu veðri sem rjúpnaveiðin er svona í og með.“

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum. Hægt er að panta áskrift hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -