Alexandra var föst í röngu kyni og glímdi við óhamingju í 10 ár: ,,Ég reyndi að bæla þetta niður“

top augl

Píratinn Alexandra Briem, borgarfulltrúi og fyrrum forseti borgarstjórnar, er gestur Mannlífsins að þessu sinni. Hún ræðir bæði einkalífið og það sem hefur borið hæst á stjórnmálaferli hennar undanfarið.

Alexandra hefur gengið í gegnum kynleiðréttingu og man strax á grunnskólaaldri að hafa upplifað að vera föst í röngum líkama. Þegar unglingsárin gengu í garð áttaði hún sig betur á að þetta væri eitthvað raunverulegt og eitthvað sem hún vildi takast á við.

„Það er ekki fyrr en ég er svona 18-19 ára að ég hafi einhverja fullvissu um þetta. Þá hafði ég ekki trú á að ég geti gert eitthvað mikið í þessu. Ég reyndi að bæla þetta niður,“ segir Alexandra.

Hún segist hafa hugsað að ef hún gerði ekkert í málinu þá hyrfi þessi tilfinning um að vera rangt skilgreind.  Það hafi náttúrulega verið alger vitleysa sem hún myndi aldrei mæla með að reyna.

Við tók mikil óhamingja og þunglyndi sem varði í rúm tíu ár þar sem hún var að reyna að leiða þetta hjá sér og láta sem þetta væri ekki til staðar. Þó varð hún ekki svo óhamingjusöm að hún vildi ekki lifa.

„Þó að ég hafi verið mjög óhamingjusöm á þessum tíma þá var allskonar lítil gleði í lífinu eins og góðar stundir með fjölskyldu eða vinum eða einhver falleg sumarkvöld“.

Alexandra er á góðum stað í lífinu í dag en langar að einblína aðeins betur á einkalífið. Hún væri algerlega týpan til að stofna fjölskyldu og lítur til þess, það er bara spurning hvenær og með hverri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni