Ásdís þurfti að endurforrita sig: „Ég var sjálf með miklar ranghugmyndir“

top augl

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið er engin önnur en lífskúnstnerinn Ásdís Olsen. Hér er brot úr þessu yndislega opinskáa og flotta viðtali:

Wiium bræður spurðu Ásdísi út í femínisma og Metoo byltinguna og hvað henni fyndist um þessi mál. Ásdís sagðist vera femínisti og þegar Gunnar spurði hana hvað það þýddi að vera feministi svaraði hún: „Það er að vera meðvituð um það að það er misrétti og það þarf að vinna í því til að breyta því.“

Ásdís sagðist hafa þurft vissa endurforritun á að halda síðustu ár. Hún hafi fyrir nokkru tekið viðtöl við kvenkyns þolendur í ofbeldismálum. Þar sagðist hún hafa áttað sig á því hve eitruð viðhorf hennar í þessum efnum hefðu verið. Hún hafi staðið sjálfa sig að því að hafa druslustimplað konur sem stigið höfðu fram, hægri, vinstri. „Ég var jafnvel að standa mig að því að ég var sjálf með miklar ranghugmyndir og að ég var jafnvel með svona drusluskammarstimpila á þeim sem höfðu lent í einhverju.“

Sagði hún að þessi viðhorf sem hún hafi, þessi forritun hafi verið afleiðing þess að hafa alist upp í umhverfi og samfélagsstrúktur sem eflaust margir myndu skilgreina sem feðraveldi. Hún hafi, í gegnum þessi viðtöl og með því að þyggja kennslu í samskiptum sínum við sínar fjórar dætur, tekist að endurforrita sig algjörlega og sé alveg komin á hinn pólinn hvað þetta varðar. „Ég er alltaf að endurforrita mig, mér finnst það svolítið vera verkefnið okkar sem eru komin yfir miðjan aldur og ólumst upp við mjög mikið af skekkjum í feðraveldi sem að var ekki endilega gott og sanngjarnt,“ sagði Ásdís við þá Wiium bræður.

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan:

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni