Dagbjört Rúriks: ,,Þú veist þú varst að fara að reykja krakk er það ekki?!“

top augl

Helgarviðtalið að þessu sinni tók Hildur María Sævarsdóttir við tónlistarkonuna Dagbjörtu Rúriksdóttur.

Dagbjört gaf nýverið út fimm laga smáskífuna Rauðu Flöggin undir listamannsheitinu DIA en plötuna má nálgast á Spotify hér. Hún ræðir um ferilinn, hvernig hún semur tónlist og hvaðan hún sækir innblástur.

Dagbjört er búin að vera edrú í nærri þrjú ár. Hún rekur í viðtalinu neyslusögu sína og hvernig það að finna trúna hefur stýrt henni inn á rétta braut.

„Það var náttúrulega mjög aðlaðandi að geta fengið svona dýrt og áhrifaríkt efni bara frítt, þangað til ég ánetjaðist því. Ég fór frá því að vera bara eitthvað „ég ætla að taka eina línu fyrir þig“, eitthvað þykjast bara vera cool, yfir í að vera bara „má ég fá meira?!“ – ég var bara orðin fíkill. Þá var ég orðin virkilega hrædd.“

Eftir það fór hún að fara á fundi en vissi þá ekki hvernig hún átti að snúa sér og var hálf týnd í lífinu.

„Ég var eiginlega bara að drekka kaffi og skoða strákana“

„Ég varð edrú eftir rosalega helgi þar sem ég var orðin svo veik af alkóhólisma að ég gerði bara allt til að fá meira en áfengi en tímdi ekki að kaupa það sjálf þannig að ég endaði í partýi eftir bæinn með einhverjum strákum sem ég treysti engan veginn og þeir voru sem sagt að bjóða mér einhverja pípu. Þetta leit út fyrir að vera bara graspípa eða eitthvað, og ég var bara „já, það er ekki neitt fyrir mér!“, og þá kom bara að mér einhver stelpa í partýinu upp úr þurru að mér og sagði bara „Heyrðu! Ég held að þú þurfir að fara heim núna!“. Ég hélt bara að hún væri eitthvað öfundsjúk og kærastinn hennar í partýinu eða hún eitthvað pirruð að ég væri þarna. Ég var aðeins pirruð við hana en samt einhvern veginn ókei, fór með henni í leigubílnum. Ég vissi ekkert hver þessi stelpa var, hún bara kom einhvern veginn upp úr þurru og það ljómaði einhvernveginn af henni. Svo kom ég heim og sofnaði, hringdi í hana næsta dag og ég sagði bara „Takk fyrir að koma mér heim en hvað var í gangi? Af hverju vildirðu svona að ég færi?

„Þú veist að þú varst að fara að reykja krakk er það ekki?“

Þetta var eitthvað sem ég var búin að lofa mér að ég myndi aldrei gera, reykja krakk! Þú veist, ég vissi alveg hvað ég var að gera, ég vissi alveg hvað ég var að gera, fá mér nokkra Mangó-Tangó og hafa gaman að lífinu og þykjast vera bara alveg með þetta en þarna var ég næstum farin að reykja krakk!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni