Fannar var í Marrakesh þegar gamli bærinn hrundi í jarðskjálftanum: „Við vorum í raun mjög lánsöm“

top augl

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindvíkinga, hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar í þeim erfiðleikum sem hans fólk glímir við þessa dagana en hann er nýjasti gestur Mannlífsins.

Svo virðist sem jarðskjálftarnir elti Fannar. Hann upplifði Suðurlandsskjálftann árið 2000, var heppinn að sleppa lifandi frá Marrakesh í Marokkó þegar hrikalegur skjálfti reið þar yfir í september á þessu ári og svo er hann bæjarstjóri Grindavíkur en bæjarbúar þurftu að yfirgefa bæinn í nóvember vegna jarðskjálfta og kvikuskoti undir Grindavík.

„Ég var í Marrakesh og þar voru skjálftarnir talsvert snarpir en ef ég ber þetta saman við stærstu skjálftana í Grindavík, hafandi reynslu af því, hefðu ekki orðið neinar skemmdir í Grindavík sem neinu nemur,“ segir Fannar í viðtalinu hjá Reyni Traustasyni. Og hélt áfram: „Þetta voru svona eins og stærstu skjálftarnir hjá okkur nema þeir hafa verið svo margir. En einn slíkur dugði til þess að það hrundu byggingar í gamla bænum. Við vorum í raun mjög lánsöm að vera komin út úr þröngu litlu götunum þarna, súkkunum. Og bara tuttugu mínútum eftir að við komum út úr þeim götum og inn á stóra markaðssvæðið í miðjunni, þá ríður þetta yfir.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið á hlaðvarpsveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni