Fósturbarninu Margréti Esther var nauðgað og hún barin: „Skólasystir mín var drepin á heimilinu“.

top augl

„Ég var ekki há í loftinu, 12-13 ára gömul. Það var mikil drykkja á heimilinu og ég þurfti að sjá um að þrífa það. Svo nauðgaði bóndinn mér. Það var maður sem bjargaði mér,“ segir Margrét Esher Erludóttir fatahönnuður sem lýsir því þegar hún gekk í gegnum helvíti á jörðu þegar hún var barn að aldri. Margréti Esther var komið í fóstur eftir að hún missti móður sína. Þá hófst saga hörmunga. Margrét Esther ræddi við Hildi Maríu Sævarsdóttur í podcastinu að Lifa og njóta.
Hún lýsir atvikum eftir nauðgunina. Bjargvætturinn var maður úr sveitinni. Hann reyndi að láta vita af því sem gerðist en með litlum árangri.

„Hann reyndi að gera allt til að fólk vissi hvað væri að gerast á bænum.“

Félagsráðgjafi hitti Margréti og hjónin einn daginn og voru þau spurð hvort þau hefðu lamið han og hin tvö börnin sem voru í fóstri.
„Nei, við gáfum henni bara kinnhest,“ segir hún að þau hafi svarað.

„Það var miklu meira heldur en það,“ segir hún og bætir við að henni hafi verið misþyrmt meira eftir þennan fund.

„Þar vorum við lamin með hestasvipum og naglaspýtum, sérstaklega ég. Ég passaði upp á að krakkarnir myndu ekki þjást fyrir þetta. Engan veginn.“
Hún segir að fósturbörnin þrjú hafi ætlað að strjúka en að það hafi ekki tekist.

Dvölin á þessum sveitabæ lauk árið 1986. Margrét fór suður hóf nám við Öskjuhlíðarskóla sem kallast Klettaskóli í dag. Þar var hún í tvo vetur. „Þaðan fór ég í Iðnskólann í Reykjavík að læra fatahönnun. Ég útskrifaðist.“
Hún fór svo á enn eitt heimilið og segir hún að þar hafi verið mjög erfitt að vera. „Það var rosalegt,“ segir hún og nefnir að einu sinni hafi verið sparkað í hana svo hún féll niður 12 tröppur og að maður hafi lagt hendur á hana og læst hana inni í sólarhring.

„Ég var í skólanum og reyndi að hlúa að sjálfri mér sem gekk erfiðlega. Ég fór þaðan árið 1991 þremur eða fjórum vikum eftir að skólasystir mín var drepin á heimilinu. Hún var stungin 18 sinnum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni