Guðrún Hafsteinsdóttir missti föður sinn ung: „Dýrmætt að læra að veraldlegir hlutir skipta engu“

top augl

Gestur Mannlífisins að þessu sinni er sjálfur Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir.

Hún þurfti mjög ung að taka við rekstri Kjörís en það kom ekki til af góðu. Faðir hennar varð bráðkvaddur aðeins 59 ára að aldri og þá kom í hlut hinnar 23 ára Guðrúnar að taka við taumum rekstursins.

Eftir menntaskóla hugði Guðrún á háskólanám en þá gerði faðir hennar henni tilboð um að taka við fjármálum Kjörís. Henni fannst skjóta skökku við að hann byði henni þetta í þann mund sem hún væri að hefja háskólanám og bar það upp við hann. Hann bað hana að sofa á þessu og bætti við að hann myndi bara bjóða henni þetta í þetta eina sinn og sagði henni að hafa í huga að þetta tækifæri kæmi aðeins einu sinni en háskólinn færi hvergi.

Hún tók sér eina helgi til að hugsa málið og sló svo til. Faðir hennar stökk þá til og sótti gamalt skrifborð niður í kjallara fyrirtækisin og kom því fyrir gegnt sínu á skrifstofu sinni þar sem hún myndi svo í kjölfarið upplifa hálfgerða félagsmiðstöð „mannanna“ í bæjarfélaginu þar sem stóru málin og stjórnmálin voru rædd.

Hún man ennþá síðustu orðin sem faðir hennar sagði við hana. Hún og faðir hennar áttu í rekstrartengdum umræðum í þann mund sem að hún var að bregða sér upp í rútu til Reykjavíkur frá Hveragerði og kvaddi hana með orðunum „Já, Guðrún mín, svona er bissniss.“

Degi síðar var hann allur.

Þáttinn má sjá í heild sinni á hlaðvarpsveitu Mannlífs en í viðtalinu rekur hún stjórnmálin, stöðu útlendingamála, tíma sinn í rekstri og síðast en ekki síst útiveruna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni