Gunnar Jóhannsson hrefnuveiðimaður: „Áhyggjur hvort skutullinn skyldi fara í gegnum tvær í einu“

top augl

Gunnar Jóhannsson skipstjóri í Hveravík stundaði hrefnuveiðar lengi vel og er á meðal reyndari mönnum. Hann segir hér frá ævintýralegri veiði.

„Einu sinni vorum við að koma frá Skagaströnd frá því að skera hval, hrefnu. Við vorum þreyttir. Það var siglt út um kvöldið eftir að hafa landað deginum áður. Við vorum komnir norður undir Selsker og sá ég mikið af fugli en enga hrefnu. Þannig að ég stoppaði og drap á og þá fóru að myndast fuglager. Svo komu hrefnurnar eins og járnbrautarlest. Svo var reynt að mjaka sér nær gerinu. Þá var ég farinn að skjóta og mestu áhyggjurnar sem ég hafði voru hvort skutullinn skyldi fara í gegnum tvær í einu. Hvað gerði ég þá?“

Það var problemið.

„Það hefði verið ávísun á vandræði. En það varð nú ekki.“

Þið hafið fengið góða veiði þarna.

„Já, við gerðum það og vorum farnir af stað aftur fljótlega á Skagaströnd.“

Svo lögðust þessar veiðar af.

Gunnar segir sögu sína í viðtali við Reyni Traustason. Brennivínið, veiðarnar og sveitasælan í Hveravík þar sem heiyta vatnið bullar undir, fáum til gagns.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni