Hörður flugstjóri varð vélarvana: ,,Ekkert annað að gera en að opna gluggann og stinga hausnum út!“

top augl

Gestur Mannlífsins er Hörður Guðmundsson flugstjóri en hann hefur átt ótrúlegan feril sem flugmaður.

Hann hóf feril sinn fyrir vestan, í fyrstu á eins hreyfils vél en tildrög þess þegar hann fékk fyrstu tveggja hreyfla vélina má segja að hafi orðið til þess að hann varð hirðflugmaður Hannibals Valdimarssonar þegar hann náði kjöri á þing árið 1971. Hann hafði þá verið að skutla þingmönnum sem voru á kosningaferðalögum og eitt skiptið þegar hann var að ferja Hannibal inn á Ísafjörð sáu þeir tveggja hreyfla Piper Aztec vél. Hörður segir þá við Hannibal að verði hann kosinn á þing muni þeir fá sér svona vél sem svarar um hæl „og þú verður þá hirðflugmaður.“ Hannibal náði kjöri og Hörður hlaut heiðursnafnbótina hirðflugmaður.

Á ferlinum upplifið Hörður margt og eitt skiptið munaði minnstu að mjög illa færi þegar hann varð vélarvana.

„Þetta var þarna rétt í kringum 1970 og við erum að koma til baka og yfir Djúpinu heyri ég einn smell, háan smell, hvín í eitthvað og það er ekkert, við höldum bara áfram og við vitum ekkert hvað þetta var. Svo erum við komin í lækkun og komum inn yfir bæinn á Ísafirði þegar ég dreg af hreyflinum til þess að lækka og þá allt í einu kemur rosalegur hristingur í vélina og það verður allt svart bara. Olían frá mótornum hún fer framúr, yfir gluggann og það er ekkert annað að gera heldur en að opna hliðargluggann og stinga hausnum út!“

Þáttinn má sjá í heild sinni hér, á efnisveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni