Illugi Jens ósáttur við veiðiráðgjöf á þorski: „Að bæta við einu prósenti er alveg galið“

top augl

Sjóarinn lagði land undir fót og hitti skipstjórann, útgerðarmanninn og rafvirkjann Iluga Jens Jónasson á heimili hans í Ólafsvík.

Spurður út í veiðiráðgjöfina á þorski kallar hann þá einnar prósentu aukningu á aflaheimildum galna og segist telja að fimm prósent aukning hefði ekki verið óeðlileg núna í ár.

Hann segir frá því að undanfarin ár hafi þeir verið að veiða fisk yfir 4 kílóum og upp undir 8 kílóin en undanfarin tvö til þrjú ár er komið mikið meira af smærri fiski inn í veiðina sem honum þykir gott að sjá því þá er til nóg af ungviði líka.

„Eins og núna að bæti við einu prósenti er náttúrulega alveg galið. Það er ekkert betra að … skera alltaf niður og bæta svo eitthvað mikið við því við verðum að láta markaðina fylgja eftir. Það hefði verið gáfuleg allavegana fimm prósent aukning núna.“

Illugi gagnrýnir þær aðferðir sem beitt er við mælingar þar sem rannsóknarskip taki hvorki mið af hafstraumum, veðri né tíma og framkvæmi rannsóknir sínar jafnvel með búnaði sem stenst ekki samanburð við þann sem notaður er á fiskiskipunum og nefnir því til stuðnings dæmi þar sem hann hafi verið að toga 10-17 tonn af kola á dag hafi rannsóknarskip á sama tíma á sömu blettum skilað tveimur tonnum allan túrinn. Þetta séu því ekki miklar mælingar.

Þáttinn má sjá í heild sinni hér á efnisveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni