Jóhann Valdórsson þurfti að hætta til sjós eftir hættulegt slys: ,,Fór fyrsta túrinn með mömmu“

top augl

Jóhann Valdórsson þurfti að segja skilið við sjómennskuna eftir að hann lenti í slysi í Nóvember 2020. Þeir voru búnir að taka inn trollið og voru að tæma pokann. Hann heyrir smell og fékk pokann yfir sig sem hann upplifði að gengi yfir sig í bylgjum. Hann slasaðist illa og innstu munaði að hann léti við þetta lífið en strax eftir slysið var hann kominn í upp í gálga að bjarga málum. Stuttu seinna mætti hann í aðgerð en það var ekki fyrr en í lok vaktar að hann fór að kenna sér meins.

Fyrsta túrinn fór hann með móður sinni árið 1986 á ísfisktogaranum Harðbaki EA þar sem hún var kokkur. Hann var reyndar ekki kominn til að vinna þar sem það tíðkaðist á þessum árum að fólk til sjós tæki börnin sín með sér í stöku túra. Hann segist þó ekki vera nein hetja því lengst af túrnum var hann sjóveikur í koju.

Sjáðu þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni