Sál Ingólfs fylgdist með vini sínum hlaupa eftir hjálp: „Það rifnaði upp á mér höfuðkúpan“

top augl

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið er enginn annar er Ingólfur Níelsson. 

Þessi þáttur bræðranna, með Ingólfi er síðasti þátturinn í þríleiknum Sitting Bull sem svo varð mannkynsfrelsarinn. Í fyrsta þættinum  lýsti hann því hvernig hann fór í gegnum mikið ferðalag þjáninga sem svo leiddi hann inn í dauðareynslu sem hann varð fyrir í fangaklefa í Kaupmannahöfn. Dauðareynslan hafði djúp sálræn áhrif á hann og byrjaði vegferð hans þaðan inn í ljósið eins og hann kallar það. Sá þáttur, sem var númer 17 vakti mikla athygli og má sjá hann og heyra neðst í þessu viðtali.

Ingólfur segir Gunnari frá fyrstu dauðareynslu sinni en þá var hann ekki nema 13 – 14 ára með vini sínum Friðleifi og fleirum strákum en þeir höfðu stolið traktorsslöngu frá bílaverkstæði. Þeir gengu með slönguna í kringum Urriðakotsvatn en þar er fjall sem þá var alveg autt af trjám og kjarri. Þetta var um vetur en þeir félagar notuðu slönguna til að renna sér niður fjallið. Þeir fóru alltaf hærra og hærra upp fjallið og fóru því sífellt hraðar en þar kom að því að þeir misstu stjórnina.

„Við lendum ofan í holu minnir mig og ég slengi höfðinu í klöpp. Það rifnaði upp á mér höfuðkúpan, 52 spor minnir mig og mér er bara að blæða út þarna“

Þegar strákarnir koma að honum halda þeir að hann sé að fíflast en hann var alveg hreyfingalaus. Þeir byrjuðu að kasta í hann steinum til að fá hann til að hætta þessum fíflagangi en hætta því þegar þeir sjá blóðið vella úr höfðinu á Ingólfi.

Friðleifur hljóp af stað til að ná í hjálp á nálægan bóndabæ. Hljóp hann eftir stíg sem kallaðist flóttamannaleið en segir Ingólfur að sál hans hafi fylgt honum þennan spöl.

„Þegar hann er að hlaupa þarna fylgi ég honum í sálu minni þarna yfir, um leið og hann fer af stað fer sál mín með honum. Líkami minn liggur þarna dauðvona eða aflvana og ég fylgi Friðleifi þennan spotta.“

Ingólfur sá þegar Friðleifur kom að býlinu og sá bóndann sem vann sem kennari í iðnskólanum, fara upp í Rússajeppann sinn, hann man litinn á honum og fleiri smáatriði. Bóndinn hringdi fyrst í slökkviliðið og Ingólfur man að hafa séð hann snúa Rússajeppanum við en eftir það man hann ekkert.

Ingólfur missti þarna gríðarlega mikið af blóði og þurft að liggja á spítala í nokkra daga á eftir.

„Það sem ég lærði af þessari reynslu er að vitund eða vitundarbylgja okkar eru ljóseindaflæði og því meiri boðefnamagn sem að heilinn framkallar í gegnum hugsun því þéttari verað ljóseindirnar, og því meira af ljóseindum talar fólk um að þú sért komin með geislabaug, það geislar af þér og þetta hefur með boðefnaframleiðslu að gera. Þegar þú svo ert að deyja framleiðir þú gríðarlegt magn af boðefnum,“ segir Ingólfur og bætir við: 

Ingólfur elskar lífið

„Þetta er gert í kynlífi og víðar þar sem fólk er í gegn um kyrkingar og fleira þar sem fólk er að koma sér inn í dauðareynslu og fólk er að ná sér í dauðaendorfín sem framleiðast í þér þegar þú ert að deyja. Vitundinn er miklu stærra en bara heili, heili er bara starftæki, bara líffæri og er undir miklu álagi hjá okkur og við þetta álag fer starfsemi heilans á yfirsnúning og við þennan yfirsnúning fara taugahulstur og allskonar stöff í skallanum á okkur að rotna eða gefa sig og útur því koma alls konar sjúkdómar.“

Hægt er að horfa á þetta magnaða viðtal við Ingólf, í heild sinni hér fyrir neðan. Þá mælir Mannlíf með því að áhugasamir horfi einnig á hina tvo þættina með Ingólfi en þá má sjá hér og hér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni