Vélstjórinn og leiðtoginn Helgi Laxdal: ,,Sjómannastéttin er búin og það er henni sjálfri að kenna“

top augl

Gestur Sjóarans er Eyfirðingurinn og verkalýðsleiðtoginn Helgi Laxdal. Hann fór fyrir samtökum vélstjóra og starfaði í þágu verkalýðsmála í 25 ár.

Hann hóf feril sinn til sjós sem kokkur. Hann fékk veður af því að það vantaði kokk á bát. Starfið tryggði hann sér hjá skipstjóranum á djamminum um nótt. Hann kunni nákvæmlega ekkert að kokka en eins og hann segir þá er allt svo mikið bjartara þegar maður er fullur og engin vandamál.

Fyrsti rétturinn sem hann reiddi fram var súr hvalur og brauð. En það gerðist aðeins einu sinni.

Hann fór svo í vélstjóranám og í kjölfarið endaði hann í stjórn Vélstjórafélags Íslands.

Helgi lítur svo á að sjómannastéttin sé ekki svipur hjá sjón í dag. Á meðan sagðar séu stórfréttir af skrifstofublókum að skipta um atvinnu þá sé hvergi fjallað um það að yfirmenn á skipum skipti um pláss. Þetta sé lýsandi fyrir stöðu sjómanna í dag. „Ef skipstjóri skiptir um skip, þá kemur það engum við. Eða yfirvélstjórinn. Skip, er það ekki upp undir tíu milljarða virði  í dag? Þetta er bara búið, sjómannastéttin er búin og þetta er henni sjálfri að kenna.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér á efnisveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni