Valdimar lifði af þegar Dísarfellið fórst: Bauð upp á sígarettur á sökkvandi skipinu

top augl

Valdimar Sigþórsson, betur þekktur sem Valdi Víðátta, var um borð í Dísarfellinu þegar það fórst milli Íslands of Færeyja árið 1997. HAnn segir sögu sína í Sjóara vikunnar.

Valdi lýsir því að þegr það rann upp fyrir honum hvernig komið væri fyrirþeim hafi hann frosið af hræslu en löðrungur frá skipsfélaga hans hafi „restartað“ honum og eftir það hafi hann óhræddur tekist á við þá atburði sem fylgdu í kjölfarið.

Valdi hafði fengið þau góðu ráð frá bróður sínum, sem lifði af þegar Suðurlandið fórst tíu árum áður, að ef til þess kæmi að hann þyrfti að yfirgefa skip ætti hann að muna eftir veskinu og passanum því á þeim tíma var óttalegt vesen að fá slíkt endurnýjað. Þegar hann var svo að koma sér í flotgallann mundi hann þessi orð bróður síns, pakkaði skjölinum sínum en hugsaði með sér að það væri vissara að hafa með sér tvo pakka af sígarettum.

Hann segir frá því að mikill halli var kominn á skipið og því var þannig komið fyrir honum og skipsfélögum hans að fátt var orðið um afdrep fyrir þá þannig að þeir komu sér fyrir á landganginum og settust þar. Bátsmaðurinn sem sat hjá honum spurði Valda þá hvort hann ætti nokkuð sígarettu og jú, viti menn, hann gat boðið upp á sígarettur áður en menn þurftu svo að steypa sér í ískalt.

Minnstu munaði að Valdi hefði slasað sig á hendi við að koma björgunarbát á flot en sá virkaði ekki og hann leiðir að því líkum að það hafi verið dulin blessun því þeir hefði aldrei lifað af hefðu þeir farið í bátinn. Umhverfis skipið var eitt alshverjar víti þar sem brak og gámar köstuðust til í olíumenguðum sjónum.

Tveir menn létust í slysinu en tíu var bjargað. Valdi segir að áður en hann lenti í slysinu hafi hann ekki borið mikla virðingu fyrir hafinu en enn í dag glímir hann við eftirköst slyssins. Í dag ber hann ómælda virðingu fyrir ógnarmætti hafsins og eftir slysið lagði hann það í vana inn að setjast á polla, horfa yfir hafið og ræða málin við Ægi.

Slysið er tekið fyrir í nýútkominni bók Svövu Jónsdóttur, Heimtir úr Helju.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni