Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Áttræður og hvergi nærri hættur að semja lagatexta: „Það var á tímabili stórgróði á þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Eggertsson hefur samið margan þekktan lagatextann. Í viðtali við Mannlífið með Reyni Traustasyni talar hann meðal annars um upphaf ferilsins sem hófst í Héraðsskólanum á Laugavatni, tímann þegar hann var Elvis Preysley Íslands, prakkarastrikin tengd bréfaskriftum, poppmessunni þegar hann hitti fínu frúna og hann segir hvað er á bak við nokkra þekkta lagatexta.

Þorsteinn er spurður hvort hann hafi grætt á textasmíðinni.

„Það var það. Það var á tímabili stórgróði á þessu. Í gamla daga seldust plötur miklu meira en þær gera í dag. Plata sem var vinsæl var að seljast í 10.000 eintökum sem er rosalega mikið miðað við fólksfjölda.“

Þorsteinn Eggertsson samdi texta fyrir fleiri hljómsveitir og má þar nefna Brimkló, Lónlý Blú Bojs og Lúdó og Stefán.

Síðan eru liðin mörg ár.

Þarna er einhver að reyna að semja texta eins og ég geri það og tekst það ekki nokkurn veginn.

Kemur fyrir að Þorsteinn heyri texta sem hann man ekki eftir að hafa samið?

- Auglýsing -

„Já. Konan mín, Fjóla, hefur verið að gera grín að þessu. Einhvern tímann vorum við að keyra austur í sveitum. Útvarpið var á og það var verið að spila eitthvað lag og mér fannst þetta vera svo lélegur texti. Svo sagði ég við Fjólu: „Hlustaðu á þetta bull. Þarna er einhver að reyna að semja texta eins og ég geri það og tekst það ekki nokkurn veginn.“ Svona hélt ég áfram að þusa þangað til Jóhannes Arason þulur kom og afkynnti lagið og sagði: „Þetta var lagið Á eyðieyju. Erlent lag við texta eftir Þorstein Eggertsson.“

Áttræður og semur enn.

„Ég er kvæntur þessari frábæru konu sem semur músík og við erum stundum í stofunni um helgar og þá sest hún við píanóið og við förum að semja. Stundum gerum við eitthvað úr þessu en stundum gleymist þetta. En svo er eitt og eitt lag sem er punktað niður og kemst á hljómplötu. Það er allur gangur á þessu.“

- Auglýsing -

Þorsteinn segist núna vera að semja jólatexta sem hann á helst að skila í kringum næstu mánaðamót.

Horfðu á viðtal Reynis Traustasonar við Þorstein Eggertsson í heild sinni hér.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -