Þriðjudagur 27. febrúar, 2024
1.8 C
Reykjavik

Einar margbraut á sér bakið en kennir nú óhefðbundna líkamsrækt – Fjölbreytnin yfirstígur verkina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

,,Frelsi í eigin líkama’’  lýsir tilfinningunni og líðaninni best eftir æfingar hjá Primal Iceland.

Forsprakkar Primal Iceland segja í samtali við Mannlíf að stöðin þeirra hafi vakið mikla athygli síðustu misseri fyrir nýstárlega nálgun þegar kemur að hreyfingu.

Primal varð til árið 2017 þegar Einar Carl Axelsson og Helgi Freyr Rúnarsson leiddu saman hesta sína í Movement Improvement námskeiðunum. Í dag heita þessir tímar Primal Movement og er eitt helsta líkamsræktarform hjá Primal Iceland.

Upphafið af þeirra „líkamsræktarferðalagi“ byrjaði eftir að Einar, eigandi og stofnandi Primal lenti í alvarlegu slysi. Hann margbraut á sér bakið í snjóbrettaslysi og rambaði á þessi fræði í leit að lausnum eftir að aðrar leiðir höfðu ekki reynst vel. Einnig hafði Helgi meðeigandi margslitið vöðva í og í kringum nára á yngri árum og hafði gefið frekari hreyfingu upp á bátinn. Í leit að lausnum uppgötvaði hann hinar ýmsu hreyfilistir og fann að fjölbreyttnin hjálpaði honum að yfirstíga þá verki og skort á hreyfigetu sem meiðslin höfðu valdið honum.

Movement tímarnir eiga fyrirmynd erlendis í því sem kallast ,,Movement Culture’’ og kemur frá Ísraela að nafni Ido Portal. Hugmyndin þar er að sjóða saman hinar mismunandi hreyfilistir og kerfi til þess að búa til heilsteypta tíma sem uppfylla hreyfiþarfir mannslíkamans.

,,Þar sem að við höfum sett okkar eigin bragð á það sem við bjóðum upp á, þá er okkar samsetning líklegast einstök í heiminum“.

- Auglýsing -

,,Við sækjum þó innblástur frá vissu fólki og hafa kerfi á borð við StrongFit, Functional Range Systems og Modern Methods of Mobility átt þar stórt hlutverk“.

Dukagjin Idrizi tók mynd

Frábær viðbrögð

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og tjáði einn af mörgun iðkendum Primal frá sinni reynslu.  Þorsteinn Ingi Valdimarson sagði blaðamanni Mannlífs að hann hafi upphaflega farið að stunda hreyfingu hjá Primal til að vinna bug á langvarandi bakverkjum, ,,en það sem ég hef fengið til viðbótar er svo miklu meira. Movement tímarnir hafa veitt mér mun betri líðan, aukinn styrk og liðleika sem mig dreymdi aldrei um að ná. Ég get með góðri samvisku sagt að ég hef ekki áður stundað hreyfingu sem gefur mér svona mikið, bæði andlega og líkamlega. Ég hlakka til að mæta á hverja æfingu, þar sem enginn tími er eins, enginn er að keppa við annan en sjálfan sig og lagt er upp með að iðkendur geri æfingar með réttum hætti. Það sem einkennir Primal er árangur, jákvæðni og gleði – það er ekki hægt að biðja um meira.’’

- Auglýsing -

Einar talar einnig um að fólk komi alls staðar að í tíma í Primal og eru hóptímarnir blandaðir af afreksfólki í íþróttum og skrifstofufólki, sem framkvæma sömu æfingar. Öllum æfingum er svo hægt að skala upp og niður til þess að þær henti öllum, en við kennum fólki að nota eigin líkama til þess að stýra erfiðleikastigi æfinga.

Allir þjálfarar Primal hafa farið í gegnum þær æfingar og kerfi sem unnið er með í tímunum og hafa allir upplifað mikla lífsgæðaaukningu með iðkun sinni.

Hvort sem að það sé betri svefn, aukinn liðleiki og styrkur þá finnst þeim einkunnarorð Primal vera ,,Frelsi í eigin líkama’’  lýsa tilfinningunni og líðan best.

Með því að iðka þessa hreyfingu og stunda hana reglulega getur það þýtt mikla lífskjarabreytingu til hins betra, eins og; betri afköst í íþróttum, meiri vellíðan í daglegu lífi eða að eiga auðveldar með að leika við börnin sín.

Dukagjin Idrizi tók mynd

Iðkendur finna fyrir gífurlega miklum framförum

Viðbrögðin við námskeiðunum hafa ekki látið á sér standa og þeir sem iðka þau samviskusamlega finna fyrir gífurlega miklum framförum. Hvort sem það er á líkamlega eða andlega sviðinu. Ef ekki bara báðum, segir Einar.

,,Fyrir langflest fólk er þessi hreyfing algjörlega ný og því getur verið erfitt að aðlaga sig, úr því að vera mjög lélegur í að vera góð í öllu sem við gerum. Enda snúast æfingarnar ekki einungis um styrk eða liðleika, heldur er samhæfing, jafnvægi og leikgleði allt partur af æfingunum líka“.

Markmið Primal er að bæta fólk á öllum sviðum og því er ekkert gefið eftir í að setja fólk í krefjandi aðstæður.

Eitt af höfuð markmiðum og gildum Primal Movement tímanna er að stuðla að fjölbreyttri hreyfingu og frelsi í eigin líkama. Mannslíkaminn hefur mikla hreyfiþörf, ekki bara eftir magni heldur líka fjölbreytileika.

Tímarnir hjá Primar eru margbreytilegir, ekki bara í æfingavali heldur líka hvaðan æfingarnar koma.

,,Einn daginn gætir þú verið í hefðbundinni styrktarþjálfun með eigin líkamsþyngd og þann næsta að læra hreyfiflæði í bland við nútímadans“.

 

Stöðin hefur stækkað mikið á síðustu árum

Movement tímarnir hófu göngu sína árið 2015,  en fram að þessu, voru þjálfarar Primal einungis búnir að vinna inn á öðrum stöðvum eða í of litlu húsnæði.

Primal Iceland varð svo til sem umhverfi fyrir þá tíma, sem og aðra tíma og námskeið sem að Einar og Helgi höfðu verið búnir að halda.

Í dag hefur stöðin svo stækkað og er nú boðið upp á mjög fjölbreytta dagskrá í formi hóptíma, lokaðra námskeiða og einkatíma.

Þjálfararnir okkar eru menntaðir af margvíslegum toga, allt frá sálfræði, íþótta- og heilsufræði, sjúkraþjálfun, lífsráðgjöf og markþjálfun. Óhefðbundnasta menntun þjálfara í Primal mun þó líklegast vera doktorsgráða í eðlisfræði.

Bakgrunnur þjálfaranna er að sama skapi fjölbreyttur. Þeir hafa meðal annars þjálfun í listdans, parkour, bolta- og bardagaíþróttum og leiklistarbakgrunn. Öll þessi þjálfun og þekking kemur sér vel innan veggja Primal.

Movement samanstendur af hinum ýmsu hreyfilistum og því sækjast þjálfarar hjá okkur iðulega í þau námskeið og þá menntun sem að þeim finnst passa inn í hugmyndafræði Primal.

Primal Iceland stendur, þar að auki fyrir sérstöku námi fyrir þjálfara sína í þeirri hugmyndafræði til þess að auka og samræma þekkingu.

Þau hjá Primal hafa einnig verið dugleg að sækja námskeið erlendis og bjóða erlendum gestakennurum til Íslands með námskeið bæði fyrir þjálfara og iðkendur. Þessi námskeið eru sérhæfð sbr. liðleika- eða styrktarþjálfun, nútímadans eða sirkuslistir.

Fyrir þá sem hafa leitt hugann að hreyfingu og hafa áhuga á Primal, segja þeir: ,,að best sé að hafa samband við Primal og sjá hvað hentar best. Við fáum mikið af fólki til okkar sem hefur ekki hreyft sig í einhvern tíma og þá er mikilvægt að fyrstu skrefin séu tekin á réttum stað. Ef að einhver stoðkerfisvandamál eru til staðar, þá mælum við alltaf með einkatíma fyrst til þess að taka stöðuna“.

,,Ef að viðkomandi hefur ágætis reynslu af hreyfingu, þá mælum við þó bara með að prófa Movement tímana og taka þátt“.

,,Við höfum unnið með alla aldurshópa úr öllum stigum samfélagsins.

Allt frá 5 ára upp í u.þ.b. 90 ára. Áhugafólk, atvinnu- og afreksíþróttafólk og fólk sem vill eiga auðveldar með að leika við börn eða barnabörn“.

Dukagjin Idrizi tók mynd

Næst á döfinni

Movement tímarnir eru alltaf í gangi en samhliða því bjóðum við upp á margskonar námskeið og tíma.

Þar má nefna streitustjórnunar námskeiðið Sigrum Streituna, handstöðunámskeið og sérhæfða styrktar-liðleikatíma að nafni Kinstretch.

Við erum alltaf með nóg af járnum í eldinum og með haustinu eru mörg ný námskeið að fara af stað hjá okkur frá nokkrum af okkar kennurum. Þar má nefna námskeiðin:

  • Kröftugar Konur: Námskeið fyrir konur sem vilja auka sjálfstraustið, losna við slen og kvíða og finna kraftinn sem býr innra með þeim.
  • Stirðir Strákar: Markmið námskeiðsins er að auka hreyfanleika eða mobility með því að vinna með styrk og liðleika í bland.
  • Primal Yoga: Yoga námskeið með Primal ívafi.
  • YouAre Primal: Öndunar og kuldaþjálfun ásamt æfingum fyrir taugakerfið.

Primal býður einnig upp á einkatíma þar sem kemur mjög skýrt fram að bæði streita sem og skert hreyfigeta og styrkur í mikilvægum hreyfiferlum líkamans hafa mikil áhrif á lífsgæði fólks. Primal notar því aðferðir til þess að hjálpa fólki að vinna úr þeim kvillum sem fylgja því.

Dukagjin Idrizi tók mynd

 

Lestu allt um málið og meira til í brakandi fersku helgarblaði Mannlífs hér eða flettu blaðinu hér fyrir neðan: 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -