Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Guðný fæddi þrjá andvana syni: „Ég er endalaust sorgmædd, það er búið að særa mig svo mikið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var send alein til ókunnugra aðeins 18 mánaða gömul. Mamma var veik, ófrísk að sínu fjórða barni og sendi mig til systur sinnar sem ég þekkti ekkert. Þarna var ég látin vera aftur og aftur og missti smám saman öll tengsl við foreldra mina og systkini,” segir Guðný María Arnþórsdóttir, tónlistarkona.

Guðný María hefur gengið í gegnum mörg áföll á lífsleiðinni en heldur þó alltaf í jákvæðnina og bjartsýnina eins og heyra má greinilega á tónlist hennar. Hún tekur á móti blaðamanni í fallegri íbúð í rótgrónu hverfi í Reykjavík, brosmild, óaðfinnanlega snyrt og í fallegum sumarkjól. Hún býður upp á kaffi á meðan hún segir sögu sína.

Þrjú andvana börn

Hún segist aldrei hafa passaði inn í systkinahópinn og foreldrar hennar gert lítið til að verja hana. „Heimilið mitt varð sem stríðsástand í Sýrlandi og ég flúði út í bæ til að finna mér skjól. Mér leið aftur á móti vel í skólanum en heima var ég sífellt hrædd og í ójafnvægi. Ég fékk að heyra daglega að ég væri og ljót og heimsk“.

Guðný María segist hafa verið seinþroska, bæði andlega og líkamlega og rekur það til vanrækslu í æsku. Á þessum árum hafði hún flutt frá Akureyri og vann á næturklúbbnum Hollywood. „Mér fannst neyslan gera mig flotta en Bakkus braut mig niður”. Fljótlega flutti samstarfsmaður hennar inn á hana og segir hún hann hafa ætlast til þess að hún ynni fyrir þeim báðum. Leiðin lá fljótlega niður á. Hún segir sambýlismann sinn hafa hætt að vinna og drykkja þeirra beggja hafi aukist. Á þessu tímabili varð Guðný María ófrísk að sínu fyrsta barni. „Eggjastokkar mínir höfðu ekki þroskast vegna neyslunnar og mér hafði verið sagt að ég gæti ekki eignast barn. Ég var þvi komin meira en 3 mánuði á leið er þetta uppgvötaðist. Þá kom í ljós að maðurinn minn var með litningagalla og yrði ég því að fara í legvatnsstungu. Að endingu kom í ljós að barnið hafði erft þennan litningagalla og fæddi ég andvana son, nánast fullburða”.

Guðný segir það hafa verið ólýsanlega skelfilegt að horfa á látinn son, sinn svo fallegan. Tveir andvana drengir með sama litningagalla fæddust í kjölfarið. „Þetta voru voðaleg ár, ég var í sífelldu bindindi en gat svo allt í einu verið stödd með áfengisglas í hendinni”.

- Auglýsing -

Lífið breyttist á augabragði

Þann 1. október 1981 fór Guðný María í meðferð á Silungapolli og hóf nýtt líf. Hún var þó enn í sambandi við mann sinn sem hún segist hafa verið andlega háð. „Hann stjórnaði mér og fannst ég algerlega ómöguleg. Samt komst ég á AA fundi og lífið fór mikið að batna og ég fór að fá smávegis sjálfstraust.” Samskipti hennar við systkini hennar voru þó enn afar stirð.

Guðný María smakkaði aldrei framar áfengi og hefur verið edrú í tæpa fjóra áratugi.

- Auglýsing -

Þegar Guðný María hafði verið edrú í tvö ár fæddi hún fyrsta lifandi barnið, litla telpu. „Líf mitt breyttist á einu augabragði. Ég fór að lesa allt um barnauppeldi og þetta sumar 1983 var víst rigningasumar en ég tók aldrei eftir því. Ég reyndi að láta pabbann passa barnið svo að ég gæti unnið en það gat hann ekki, hann datt bara í það. Hann var túramaður sem drakk 10 daga og upp í 2 vikur en nú setti ég þvert nei fyrir að að hann drykki á heimilinu“.

Guðný Maríu tókst að kaupa sér verkamannaíbúð og eftir að hafa farið á fræðslunámskeið hjá Reykjavíkurborg hóf hún störf sem dagmóðir og starfaði sem slík í mörg ár við miklar vinsældir. Hún eignaðist son árið 1985, annan son þann 1988 og dóttur árið 1990. Á þessu tímabili fór maður hennar í 10 meðferðir áður en honum tókst að hætta neyslu.

Guðný María segir að þrátt fyri það hafi ástandið á heimilinu langt því frá því hafa batnað.

Enginn svaraði ákalli um hjálp

„Hann var með mér verri edrú en fullur og framhjáhaldið var stöðugt. Martröð mín hófst fyrir alvöru árið 1993. Ég var ekki lengur elskuleg kona hans sem hafði ítrekrað bjargað lífi hans og þessi yndislega móðir að börnum hans,  Nei, hræðsla hans gerði hann að vondum manni, hættulegri en hann var nokkru sinni fullur. Ef ég bað um skilnað neitaði hann en ef ég sagðist elska hann, þá vildi hann skilja við mig. Ég var í raun ein með fjögur börn en enginn sem ég bað um svaraði ákalli mínum um hjálp því enginn vildi blanda sér í okkar mál. Hann flutti síðan loksins út haustið 1995 og ég var því ótrúlega þakklát. Aftur á móti vissi ég ekki að þrautaganga mín væri í raun að byrja“.

Guðný segir mann sinn hafa skipulagt brotið niður trú og traust barnanna á henni sem móðir. Hún flúði landshluta á milli með börnin en á endanum fór hennar fyrrverandi í forræðismál við hana. „Ég varð svo hrædd og byrja að panikka en fékk svo lögmann til að hjálpa mér. Sá minntist reyndar aldrei á ofbeldi eða alkahólisma hans en gagnrýndi mig svo stöðugt að ég vissi hreinlega ekkert hvað ég átti að gera. Ég fékk hvergi neina hjálp“.

Svo fór að Guðný fór til Bretlands þar sem hún hafði búið áður. „Ég fór með öll börnin til að fá hvíld frá ofbeldinu”.

Ætlaði engum að giftast í Bretlandi

Guðný segir þá sem hún hafa leitað til hafa brugðist sér þegar hún kom heim og málið var tekið fyrir í Héraðsdómi. „Systkini mín og fyrrverandi tengdaforeldrar sem ég hafði verið sem best, fóru öll gegn mér. Ég vissi ekki að lögmaðurinn gat frestað málinu eða kallað fram fullt af vitnum mér í hag. Til dæmis alla þeir foreldrar sem ég hafði gætt barna fyrir.

Systkini mín fullyrtu að mín biði karlmaður í Bretlandi sem ég ætlaði að giftast. Það var algjört rugl, ég hafði deitað þar mann í vikutíma og það var löngu liðin tíð. Það var alveg merkilegt hvað allir voru eitthvað uppteknir af meintu ástarlífi mínu. Svo fór að ég tapaði málinu þann 13. mars 1998 og missti öll börnin mín á þeim forsendum að ég væri að flytja erlendis að giftast manni, sem var algjör vitleysa“.

Hún segir að þau hafi öll fimm grátið það kvöld. Morgunin eftir mætti pabbi þeirra og tók börnin hágrátandi með valdi. „Nágrannarnir sáu þetta en enginn lyfti fingri okkur til hjálpar“.

Send í lögreglufylgd á geðdeild

Næst sá Guðný börnin í byrjun ágúst þegar hún bankaði upp á hjá pabba þeirra“. Við börnin kyssumst og knúsumst en í því kemur pabbi þeirra, skipar þeim að fara út í bíl og býður mér til stofu. Áður en ég veit af koma tveir lögregluþjónar inn og henda mér bláedrú og rólegri í gólfið og settu mig í hand- og fótajárn. Mér var hent í fangelsi, ásökuð um innbrot. Daginn eftir mætti borgarlæknir og var ég send í lögreglufylgd á geðdeild. Ég komst að því að systkin9 mín höfðu látið svipta mig sjálfræði, fólk sem ég varla þekkti. Ég hélt endanlega að öll veröldin væri orðin brjáluð og var skelfingu lostin“.

Vegna lyfjanna sem Guðný voru gefin á geðdeild þurfti hún að leita til SÁÁ þegar hún losnaði af deildinni, enda alls ekki ætluð óvirkum alkahólista. „Auðvitað hafði ég fengið áfallaröskun en enginn vissi hvað það var árið 1998 á Íslandi. Hún er ekki læknuð hjá geðlæknum heldur er unnið úr henni hjá sálfræðingum. Næstu árin voru svona, ég stóð mig sem hetja, vann og reyndi að nálgast börn mín án árangurs. Systkinin réðust reglulega á mig og þá var ég aflífuð í DV, trúlega af mínum fyrrverandi, sagt að „geðveik dagmóðir væri að vinna hér í hverfinu”. Við það missti ég starfsleyfið og var stimpluð „geðveika konan”.

Í þokkabót barði bróðir minn svo illilega árið 2005 að ég var heilan vetur að jafna mig.

Held í vonina á meðan hjartað slær

Í dag eru meira en 23 ár síðan að Guðný María missti börnin sín. „Hefði ég dáið frá fjórum börnum, hafði það þótt voðalegt, en ég er eins og réttlaus þræll eftir að hafa verið tekin frá þeim“.

Ég er að segja frá þessu hér í fyrsta sinn. Það hefur enginn fjölmiðill þorað því fyrr. Hvorki systkini mín né minn fyrrverandi hafa bætt börnum mínum þennan missi eða reynt að gefa þeim móðir sína að nýju“.

Guðný sýnir blaðamanni myndir af börnum sínum, full ástúðar og söknuðar. Þær skipta hundruðum. „Pabbi þeirra vissi að börnin mín voru mér allt og með því að taka þau af mér átti ég ekkert. Í dag á ég líka fullt af barnabörnum sem ég fæ ekki að þekkja í sjón. Ég er góð og samviskusöm kona en pabbi þeirra hæddist að mér þar til þau fóru að gera það líka, jafnvel tengdabörnin. Á tímabili vildi eldri sonur minn hafa „leynisamband” við mig en allt hið góða hefur verið brotið niður, jafnvel þótt að þau viti betur innst inn.

Ástin mun sigra

Guðný María hjólar áfram, alein í lífinu og segir enn sé verið að bregða fæti fyrir hana. „Ég er endalaust sorgmædd, það er búið að særa mig svo mikið, já og börnin mín líka. Það er búið að taka af þeim traustið, ástin og lífið með mömmunni sinni sem er svo stór partur af þeim.

Ég hef verið edrú með hjálp AA samtakanna í tæp 40 ár ár, vinn og er í skóla. Alltaf verið þeim til sóma, hvað svo sem er bullað til að réttlæta glæpaverkin gegn okkur í Héraðsdómi forðum.

Ég trúi að ástin mun sigra, ást barna minna til mín og mín til þeirra, já, og barnabarnanna. Ég vil þakka öllum sem lásu söguna mína hér í Mannlífi og gengu í mínum sporun mínum um stund.

Ég held í vonina á meðan hjarta mitt slær, það getur enginn móðir annað,“ segir Guðný María að lokum.

Viðtalið birtist áður í maí. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -