Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Þorgerður segir nemendur og foreldra beita kennara ofbeldi: „Alltof margir gefast upp á hverju ári“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Öll ólögráða börn eiga alltaf rétt á fyrirgefningu. Þau gera mistök í þroskaferli sínu og þurfa á að halda leiðbeiningum og fyrirgefningu. Því má heldur ekki gleyma að það er skemmandi að vera áhorfandi að ofbeldi og það verður að gæta að rétti barna til að vera ekki vitni að ofbeldi sem önnur börn beita gegn nemendum eða kennurum í skólanum,“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara.

Þorgerður hefur unnið að því að vekja athygli á földu vandamáli sem hafi hingað til hefur verið allt að tabú að ræða: Ofbeldi gegn kennurum. „Fólki finnst þetta svo óhugsandi, við erum vön því að eiga við að börn beiti hvort annað ofbeldi en það er alveg nýtt að farið sé að ræða ofbeldi gegn kennurum.“

Að sögn Þorgerðar leita tugir kennara til félagsins á ári hverju vegna einhverrar tegundar af ofbeldi.

Sex eða sextán ára ekki sami hluturinn

Þorgerður segir þrjár birtingarmyndir ofbeldis gagnvart kennurum. Ofbeldi sem þeir verða fyrir af hendi nemenda, ofbeldi sem þeir verða fyrir af hendi foreldra og ofbeldi sem þeir vera fyrir af hendi yfirmanna.

Hún segir ofbeldi nemenda gagnvart kennurum kannski það sem fólk þekki ef til vill best af afspurn, kennarar lendi í því að þeir sé slegnir, í þá sparkað eða hrækt á þá. „Við hvetjum kennara til að tilkynna ofbeldi af hendi nemenda svo unnt sé að grípa bæði barn og kennara en það verður alltaf að líta á einstaklinginn í stað þess að einblína á eitthvað ferli. Vissulega eru góðir ferlar og skýrar reglur til staðar en það er augljóslega ekki sami hluturinn þegar að sex ára barn sparkar í kennara eða þegar 16 ára leggur hönd á kennara. Það er ekki hægt að „ferla” jafnt ólíkar aðstæður.

- Auglýsing -

Niðurstaðan getur verið að kennari óski eftir flutningi til að komast úr aðstæðum, hann sé fluttur til eða þá nemandinn. Það er ekki sjálfgefið að unnt sé að sinna vinnu í aðstæðum sem slíkum og mörgum kennurum líður illa, finna til skömmustutilfinningar og finnst þeir hafa kannski átt að gera einhverja hluti öðruvísi.”

Ógnandi hegðun foreldra

Spjallið snýst að foreldrum. „Oftar en ekki fara foreldrar með mál inn á borð skólastjóra og kennarinn fær aðeins þá vitneskju að yfir honum verið kvartað. Hann fær engar frekari upplýsingar vegna persónuverndarsjónarmiða og upplifir í kjölfarið vantraust og þá er líklegra að fólk geri mistök.”

- Auglýsing -

Hún segir ekki alla hafa unnið í foreldralottóinu. „Börnin okkar hafa ekki val. Þetta eru tíu ár í skyldnámi þar sem við grunnskólakennarar erum að sinna þeim. Í sumum tilfellum eru foreldrar ekki sjálfir með góða reynslu af skóla eða treysta honum ekki. Það eru alls konar hlutir að koma upp og það þarf að byggja upp traust til okkar, kennarana sem sjá um gullmolana þeirra. Það eru ekki margar bjargir en það gengur ekki. Það þarf að næra og fóstra traustið.“

Mál hafa þróast upp í að foreldrar sýni kennurum ógnandi hegðun og komi fram með hótanir, stundum í krafti stöðu sinnar í samfélaginu. „Í slíkum tilfellum er það ekki bara kennarinn sem er magnlaus heldur skólasamfélagið allt. Samt geta þau mál verið jafnvel auðveldari en önnur því þau fara í farveg hjá lögreglu. Erfiðu málin eru þegar foreldrar beita ofbeldi í formi sífelldra kæra, áreitis í síma eða formi tölvupósta, krafna um utanaðkomandi ráðgjafa eða þegar foreldrar missa stjórn á sér sökum vitnisburðar barns. Með því er verið að draga í efa fagmennsku kennarans og ef hann hefur ekki stuðning skólastjóra getur upplifað hann vanmátt og kvíða sem getur orðið til þess að hann gefist upp.

Einn skipstjóri í brúnni

Með því berst spjallið að þriðju tegund ofbeldisins, því af hálfu yfirmanna. „Það kom mér á óvart hversu djúpt falið þetta er. Ofbeldi af þessu tagi lýsir sér í því að grafið er undan fagmennsku og heilindum kennara. Í þessum tilfellum standa skólastjórar ekki með kennurum, trúa ekki sögum þeirra eða gera lítið úr reynslu þeirra og kunnáttu. Þetta er svo falið því enginn vill vera sá sem segir frá. Það verður að hafa í huga að það er bara einn skipstjóri í brúnni og skólastjórar hafa gríðarleg völd í þessu samfélagi sem skólinn er. Þeir skipa í kojur og enginn á sína koju.

Þarna sker grunnskólinn sig úr. Starfsmenn á leikskóla geta fært sig til milli deilda og framhaldsskólakennarar kenna sitt fag. Grunnskólakennarar vita aftur á móti aldrei hvað nýtt skólaár ber í skauti sér, við erum færð til og frá, eitt árið kennir maður ef til vill heimilisfræði en stærðfræði það næsta. Grunnskólakennarar lenda ítrekað í að vera skikkaðir í að kenna eitthvað sem þeir þekkja lítið eða ekkert.

Þorgerður segir margar ástæður geta orðið til þess að skólastjóri beit kennara slíku ofbeldi. „Kannski hittir hann á fólk sem vill ekki gera hlutina á sama hátt, er með annars konar hugmyndir, eða á einfaldlega ekki samleið með. Hvert einasta atvik er sérstakt en það er samhljómur með þeim. Slíkt einelti er erfitt að tilkynna þar sem fræðsluskrifstofa og skólastjóri eru jafnt settir í skipuriti auk þess sem kennarar eru tregir til að að aumingjavæða sig. En þessa umræðu þarf að opna. Við erum að missa mikinn fjölda góðra kennara á hverju ári, fólk sem hefur gefist upp í þessu þunga og erfiða kerfi okkar. Margir fara í veikindaleyfi en það er engin langtímalausn því þeir þurfa síðan að koma aftur og takast á við hið sama. Það er jafnvel enn erfiðara að koma aftur.“

Mikill fjöldi kennara hefur haft samband við Þorgerður eftir að hún hóf umræðuna um ofbeldi gegn kennurum og hún hefur heyrt margar sögur. „Að vera kennari er dásamlegasta starf í heimi en eins og ein kona sagði við mig: „Ég er þreytt á að lána öxl en hef ekki nóga sjálfsást í að fara,” segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -