Laugardagur 15. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

10 leiðir til að nota borðedik eða matarsóda við hreingerningar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér koma tíu sniðugar leiðir til að nota borðedik eða matarsóda við hreingerningar.

 

Gólfdúkahreinsir

1 bolli edik
5 lítrar vatn

Parkethreinsir

1/2 bolli edik
5 lítrar vatn
Bleyttu moppuna en vintu hana vel og moppaðu gólfið svo.

Alhliða hreinsir

- Auglýsing -

2 msk. edik
1 msk. Borax-hreinsilögur
slatti af heitu vatni
nokkrir dropar af uppþvottalegi
nokkrir dropar af ilmkjarnaolíu
Blandið saman í spreybrúsa og notið til að hreinsa yfirborð.

Gluggahreinsir

1/2 msk. uppþvottalögur
3 msk. edik
2 bollar vatn
Blandið saman í spreybrúsa og notið líkt og Ajax.

- Auglýsing -

Baðhreinsir

Matarsódi og vatn. Gerið ræstikrem, berið það á baðið eða vaskinn og látið standa í um 10 mínútur. Þurrkið svo af með blautri tusku.

Niðurfallshreinsir

1 dolla matarsódi
1-2 bollar edik

Hellið hálfri dollu af matarsóda í niðurfallið. Hellið svo 1/2-1 bolla af ediki ofan í. Hreinsið með vatni og endurtakið. Þegar þetta hefur verið gert tvisvar þarf að láta heitt vatn renna til að hreinsa allt í burtu. Maukið eyðir líka lykt.

Klósetthreinsir

2 bollar edik
Hellið edikinu í klósettið og leyfið því að vera yfir nótt. Þrífið klósettið svo með klósettbursta og sturtið niður.

Teppalyktareyðir

Dreifið matarsóda á teppið. Leyfið honum að vera í um 10 mínútur og ryksugið svo upp.

Vaxlitaeyðir

Dýfið tannbursta í edik og skrúbbið svo vaxlitina af veggnum.

Húsgagnalakk

sítrónusafi
edik
Blandið saman jöfnum hlutföllum saman í spreybrúsa. Notið tusku til þess að þekja húsgagnið og aðra til þess að þurrka það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -