Líf Örnu hefur gjörbreyst á tæpu ári.
Arna Vilhjálmsdóttir sigraði keppnina Biggest Loser Ísland á síðasta ári. Hún breytti algerlega um lífsstíl, æfði oft á dag og missti í allt 60 kíló á sjö mánuðum. Mitt í öllum hasarnum fann hún líka ástina, flutti og fékk nýtt starf.
„Ég byrjaði að verða skotin í honum þegar við höfðum verið í fjórar eða fimm vikur á Bifröst. Ef hann var úti að grilla, fór ég út með fótboltann að sparka í vegg, bara til þess að geta hangið með honum, fór að vera lengur í pottinum bara til að spjalla við hann og þess háttar. Ég neitaði þessu náttúrlega staðfastlega við stelpurnar þegar þær inntu mig eftir því hvort ég væri bara ekki orðin skotin í honum. Þegar hann datt út úr keppninni varð ég alveg eyðilögð,“ segir Arna.
„Það gerðist samt ekkert á milli okkar í þáttunum, eða sem sagt á Bifröst. Eftir að ég kom heim addaði ég honum hins vegar á Snapchat og ruddist inn í líf hans með stanslausum snöppum og samtölum,“ segir hún hlæjandi. „Ég var samt með varann á mér og passaði mig á því að verða ekki of hrifin því ég var viss um að hrifningin væri aðeins mín megin en þannig hefur það alltaf verið hjá mér.“
Ítarlegt viðtal er við Örnu í 4. tölublaði Vikunnar sem kemur í verslanir á morgun, 25. janúar 2018.
Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Hrafnhildur Runólfsdóttir með Urban Decay