Þriðjudagur 16. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Framúrskarandi matur og frábært viðmót

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Montréal er ein af fallegustu borgum Kanada og býður upp á fjölbreytta möguleika fyrir ferðamenn.

Borgin er fræg fyrir frábæran mat og það sama á við um þjónustuna. Borgin er frönskumælandi en langflestir tala þó ensku líka.

Jacques Cartier-brúin liggur yfir á eyjuna Sainte-Hélène og þar er meðal annars skemmtigarðurinn Le Ronde. Hvers kyns tívolítæki fyrir unga sem aldna eru í garðinum og þar eru oft haldnir alls konar viðburðir og tónleikar.

Gamli bærinn í Montréal er heillandi og þar er yndislegt að labba um steinlagðar göturnar og virða fyrir sér fallegan arkitektúrinn og mannlífið. Þar er fjöldinn allur af veitingastöðum og kaffihúsum sem mörg hver skora hátt á TripAdvisor. Listagallerí eru víða sem og svokallaðar „lundabúðir“ en stærri verslunarkeðjur eru annars staðar. Notre Dame-kirkjan trónir yfir torgið d‘Armes. Óhætt er að mæla með því að borga sanngjarnt gjaldið við innganginn og skoða þessa stórkostlegu byggingu.

Skammt frá gamla bænum er Kínahverfið. Þar eru ótal asískir veitingastaðir, matarmarkaðir og verslanir. Úr hverri höfuðátt inn í hverfið eru fjögur hefðbundin kínversk hlið (paifang) sem gefin voru af Shanghai árið 1999. Einni götu fyrir ofan Kínahverfið er Rue Sainte-Catherine sem er aðalverslunargata borgarinnar og mjög löng. Þar er að finna allar helstu verslunarkeðjurnar, eins og H&M, Apple, Sport Experts, Zöru, North Face og svona mætti lengi telja.

Gamli bærinn og hinar ýmsu verslunarmiðstöðvar Rue Sainte Catherine tengjast í gegnum The Underground City sem er nokkurs konar verslunarborg undir miðborginni. Fyrir þá sem koma þangað í fyrsta sinn getur reynst allflókið að rata því ranghalarnir virðast endalausir.

Neðanjarðarborgin tengist einnig neðanjarðarlestarkerfinu og hentar vel að nota hvort tveggja yfir háveturinn þegar frosthörkur eru sem mestar og yfir sumarið þegar hitinn er hvað mestur. Þarna má labba langar leiðir milli staða án þess að koma nokkru sinni upp á yfirborðið.

Gamli bærinn í Montréal er heillandi og þar er yndislegt að labba um steinlagðar göturnar og virða fyrir sér fallegan arkitektúrinn og mannlífið. Þar er fjöldinn allur af veitingastöðum og kaffihúsum sem mörg hver skora hátt á TripAdvisor.

Fyrir austan miðbæ Montréal er hverfið Gay Village. Á hverju sumri lokast sá hluti Sainte-Catherine Street sem tilheyrir Gay Village fyrir akandi umferð og listaverkið Pink Ball eftir landslagsarkitektinn Claude Cormier er hengt yfir götuna á eins kílómetra kafla. Í ár lét hann verkið hins vegar mynda regnbogalitina í stað bleikra tóna. U.þ.b. 200 þúsund kúlur eru í verkinu. Hverfið á sér áratuga langa sögu og byrjaði fyrir alvöru að myndast um og eftir Expo 67.

- Auglýsing -
Gamli bærinn í Montréal er heillandi og þar er yndislegt að labba um steinlagðar göturnar og virða fyrir sér fallegan arkitektúrinn og mannlífið.

Expo og manngerðar eyjar

Í Montréal er margt að skoða. Fjallið, eða kannski réttara sagt hæðin, Mont Royal sem borgin heitir eftir trónir fyrir ofan bæinn. Allmargar gönguleiðir eru á toppinn bæði á malbikuðum stígum og troðningum í gegnum skóginn. Til dæmis er hægt að hefja gönguna við Sir George Etienni Cartier-minnismerkið. Aðalútsýnisstaðurinn af hæðinni er við Chalet du Mont-Royal og þar er magnað að horfa yfir borgina.

Jacques Cartier-brúin liggur yfir á eyjuna Sainte-Hélène og þar er meðal annars skemmtigarðurinn Le Ronde. Hvers kyns tívolítæki fyrir unga sem aldna eru í garðinum og þar eru oft haldnir alls konar viðburðir og tónleikar.

- Auglýsing -

Heimssýningin Expo 67 var haldin á eyjunni árið 1967 sem og á eyjunni Notre Dame sem var manngerð árið 1965 fyrir sýninguna, meðal annars úr efni frá gerð neðanjarðarlestarkerfisins. Sainte-Hélène var stækkuð af sama tilefni. The Biosphere-hvelfingin er meðal þess sem enn stendur eftir sýninguna.

Árið 1999 var eyjunum gefið sameiginlega nafnið Parc Jean-Drapeau til minningar um bogarstjórann sem hjálpaði til við að fá Expo 67 til eyjanna á sínum tíma og lét byggja neðanjarðarlestina.

haust var parísarhjól tekið í notkun á bökkum St. Lawrence-árinnar fyrir neðan gamla bæinn. Þar er ljúft að taka sér far og fá útsýni yfir ána, eyjarnar og skýjakljúfana.

Ljúffengur matur

Borgin er þekkt fyrir ríka matarmenningu og hver veitingastaðurinn á fætur öðrum býður upp á einstaklega góðan mat og framúrskarandi þjónustu. Morgunmatur er sjaldan innifalinn í hótelverði og þá er um að gera að kíkja á einn af mörgum morgunverðarstöðum borgarinnar. Eggspectation býður upp á frábært úrval og ljúffenga safa. La Finsa Coffee and Office hefur heimatilbúinn mat á boðstólum og besta kaffið að margra mati. Einnig má mæla

Pítsustaðurinn Pizzeria Bros lætur lítið yfir sér en þar fást virkilega góðar pítsur sem pantaðar eru yfir afgreiðsluborð líkt og á Subway.

með Brasserie 701 sem er virkilega flottur staður rétt hjá Notra Dame-kirkjunni. Montréal er þekkt fyrir beyglurnar sínar og einn þekktasti beyglustaðurinn er líklega Fairmount Bagel.

Pítsustaðurinn Pizzeria Bros lætur lítið yfir sér en þar fást virkilega góðar pítsur sem pantaðar eru yfir afgreiðsluborð líkt og á Subway. Nokkur borð eru á staðnum til að sitja við en það er líka tilvalið að sækja þangað pítsu til að fara með upp á hótel að borða.

Einnig er óhætt að mæla með Piazza del Sogno sem er aðeins fínni pítsustaður með ekta ítölskum pítsum og ef þið viljið steikur þá býður keðjan The Keg Steakhouse upp á ljúffengar nautasteikur. Veitingastaðurinn Terrasse William Gray er staðsettur á verönd efstu hæðar samnefnds hótels og þar eru framreiddir virkilega flottir smáréttir og kokteilar. Það sem er alveg extra þægilegt við veitingastaði og kaffihús í Montréal er að þar er ekkert mál að fá sundurliðaðan reikning þegar hópur fólks er saman úti að borða og það sem meira er að þjónarnir gera það með bros á vör.

Annars er gagnlegt að fara inn á TripAdvisor og skoða umsagnir staðanna áður en haldið er af stað og oft er betra að vera búinn að panta á vinsælli stöðum.

Höfundur og ljósmyndari / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -