Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Gefst aldrei upp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jackie Cardoso Da Silva barðist fyrir lífi sonar síns.

Bernharð sonur Jackie Cardoso Da Silva er haldinn Duchenne-vöðvarýrnun. Hann veiktist alvarlega árið 2011 og næstu ár sinnti móðir hans fáu öðru en umönnun hans.

Jackie Cardoso Da Silva kynntist íslenskum skiptinema í Brasilíu og flutti til Íslands í kjölfarið. Hún settist fyrst að á Egilsstöðum, síðan í Reykjavík og nú býr hún í Vestmannaeyjum þar sem hún er sannfærð um að sér hafi verið ætlað að búa. Hún sér lengra en nef hennar nær, dreymir fyrir ýmsu og finnur annað á sér. Á miðilsfundi kom í gegn sál sem talaði til hennar og hún vissi að sér væri ætlað að eignast fatlaðan son.

Bernharð sonur hennar er haldinn Duchenne-vöðvarýrnun. Hann veiktist alvarlega árið 2011 og næstu ár sinnti móðir hans fáu öðru en umönnun hans. „Hann bara veikast skyndilega og það leit í byrjun út fyrir að vera ælupest sem fór versnandi. Veikindin byrjuðu að morgunlagi og klukkan 16 var ég komin með hann upp á spítala og mátti ekki seinni vera. Hálftíma seinna sagði hann við mig að hann elskaði mig og bað mig um að fyrirgefa sér fyrir að vera svona veikur. Svo datt hann út.

„Hann bara veikast skyndilega og það leit í byrjun út fyrir að vera ælupest sem fór versnandi. Veikindin byrjuðu að morgunlagi og klukkan 16 var ég komin með hann upp á spítala og mátti ekki seinni vera.“

Við vorum spurð hvort við værum með einhverja hugmynd um hversu lengi ætti að reyna endurlífgun en læknarnir voru vissir um að þessi veikindi væru vegna hrörnunarsjúkdómsins. Ég hlustaði ekki á þá og sagði þeim bara að bjarga syni mínum.

Þá var hann svo illa farinn að það náðist ekki í neinar æðar á honum heldur þurfti að bora með borvél til að gefa honum lyf í beinmerg. Honum var síðan haldið sofandi í næstum þrjár vikur.

Margt fleira um lífshlaup og vinnu þessarar merku konu má lesa í nýjustu Vikunni.

Heimurinn hrundi. Ég var hjá honun dag og nótt, ég gat ekki gefist upp á honum, ég var ekki búin að kenna honum nógu mikið um að elska lífið. Ég átti allt eftir. Ég talaði stanslaust við hann og sagði honum að verkefninu væri ekki lokið. Ég lofaði honum því að líf hans yrði betra eftir að hann jafnaði sig og ég myndi gefa honum allt sem hann þyrfti til að vera hamingjusamur. Hann mætti ekki fara frá mér því hann væri heldur ekki búinn að kenna mér allt sem hann þyrfti.“

Jackie hefur stóran og hlýjan persónuleika og leitast til að bæta líðan fólksins í kringum sig á margvíslegan máta.

- Auglýsing -

Margt fleira um lífshlaup og vinnu þessarar merku konu má lesa í nýjustu Vikunni.

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -