2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Hártískan fyrir árið 2020

  Nú þegar áramótin nálgast er gaman að spá í tískustraumana sem eru fram undan.

  Vefurinn Refinery29 fékk hárgreiðslumanninn Garren og hárgreiðslukonuna Mandee Tauber til að segja frá því sem verður vinsælt í hártískunni á nýju ári.

  Garren byrjar á að nefna tvö trend sem verða áberandi.

  Það er meðal annars svokölluð bob-klipping í styttri kantinum þar sem skarpar línur eru í aðalhlutverki. Hann segir klippinguna eiga að vera eins og „ramma“ utan um andlitið.

  AUGLÝSING


  Garren segir þá möguleikana vera endalausa þegar kemur að klippingu sem þessari.

  Fyrirsætan Kaia Gerber með flotta bob-klippingu.

  Tónlistarkonan Dua Lipa.

  Garren spáir því einnig að útgáfur af pixie-klippingunni verði árerandi árið 2020. Hann segir mikið frelsi felast í því að skarta svo stuttri klippingu.

  Zoe Kravitz með stutta pixie-klippingu.

  Kate Hudson skartaði pixie-klippingu í fyrra.

  Árið 2020 verða síðir toppar einnig vinsælir að sögn hárgreiðslukonunnar Mandee Tauber, toppar í hippalegum-stíl. Hún segir slíkan topp virka vel með bæði stuttu og síðu hári.

  Dakota Johnson með hippalega klippingu. Klipping í þessum stíl verður vinsæl árið 2020 ef marka má hárgreiðslukonuna Mandee Tauber,

  Heidi Klum tók sig vel út á rauða dreglinum í september með þessa glæsilegu klippingu.

  Myndir / EPA

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is