Föstudagur 19. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Heillandi borg englanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir arkitekt býr með eiginmanni sínum, Gretti Ólafssyni, tveimur hundum og einum ketti í Los Angeles.

Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir arkitekt býr með eiginmanni sínum, Gretti Ólafssyni, tveimur hundum og einum ketti í Los Angeles.

Þorgerður segir að helstu kostir þess að búa þar séu veðrið, fjölbreytileikinn og starfsmöguleikarnir. „Við höfum verið hér í tæp fimm ár. Veðurfarið er dásamlegt og veturinn mildur. Sumarið byrjar hægt og rólega í júní með fremur þungbúnum morgnum þar sem sólin lætur ekki sjá sig fyrr en upp úr hádegi, þetta er kallað „June gloom“. Svo getur verið mjög heitt frá júlí fram í október.

Annar helsti kostur Los Angeles er hreinlega fjölbreytileikinn. Los Angeles býður upp á ótal starfsmöguleika í öllum brönsum, það er ekki bara kvikmyndaiðnaðurinn sem ræður ríkjum hér.

Hér er svo endalaust hægt að upplifa frábæra list, hönnun og aðra menningarviðburði. Mannlífið og borgarlandslagið er fjölbreytt. Hér geturðu fengið Manhattan-stemningu beint í æð í miðbænum, strandarþorpsstemningu við ströndina og róleg, gróin úthverfi eru að finna alls staðar. Hér á Suður-Kaliforníusvæðinu grínast fólk með að hægt sé að fara á skíði og á ströndina í sólbað á sama deginum.

Hér er svo endalaust hægt að upplifa frábæra list, hönnun og aðra menningarviðburði. Mannlífið og borgarlandslagið er fjölbreytt.

Los Angeles er ekkert eins og kvikmyndir láta hana líta út fyrir að vera, hún er upp til hópa ekki mjög glamúrus og það er skýr stéttaskipting. Það geta staðið hallir og félagsíbúðir sitt hvoru megin við sömu götu.

Einnig er borgin undir sterkum áhrif frá mexíkóskri arfleifð landshlutans, spænska og mexíkósk menning er alls staðar, jafnvel í meira mæli en sú ameríska, sem mér finnst alger plús – því meiri menningarheimum sem ég kynnist því betra – en það er oft ekki minnst á þetta þegar verið er að kynna borgina.

Einnig má ég til með að minnast á hvað borgin er hundavæn.“

- Auglýsing -

Miðbær Los Angeles

Við höfum alltaf búið í miðbænum og við elskum það. Miðbærinn er frekar lítill en hefur samt sín afmörkuðu hverfi sem hafa öll sinn eigin persónuleika. Frá The Bank District þar sem allir skýjakljúfarnir eru, til The Historic Core, Little Tokyo, The Arts District, mitt uppáhald, South Park hjá Staples Center og niður í the Fashion District. Það er endalaust hægt að skoða, versla og borða. Það er eitthvað við það að ganga um í fullkomnu borgarlandslagi í steikjandi hita sem er svo ofboðslega heillandi.

Kíkið svo út á Santa Monica Pier og farið í parísarhjólið á bryggjunni.

Góðar gönguferðir

- Auglýsing -

Los Angeles er byggð upp við margar hæðir og fjöll svo endalaust er hægt að fara í göngur. Hvort sem þú vilt stuttan hring upp við Griffith Observatory til að fá geggjað útsýni, aðeins lengri hring í Runyon Canyon og mögulega koma auga á einhvern frægan, eða fara upp í Santa Monica-fjöllin og taka alvöru útivistardag, þá geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Söluvagnar

Ekki vera hrædd við að spreyta ykkur í spænsku og biðja um „tacos al pastor“ frá næsta söluvagni sem þið sjáið á götunni. „Angeleno-ar“ eru sjúkir í mat úr svona vögnum.

Túristarúnturinn

Flestir sem koma til LA vilja upplifa smávegis af Hollywood. Farið niður Hollywood Boulevard og finnið stjörnuna með uppáhaldsleikaranum, röltið upp Beachwood Drive og sjáið Hollywood-skiltið. Kíkið svo út á Santa Monica Pier og farið í parísarhjólið á bryggjunni. Með LA-traffík er þetta meira en nóg plan fyrir einn dag en ef þið viljið bæta við og eruð á bíl þá mæli ég með að keyra Mulholland Drive-götuna eins og hún leggur sig. En farið varlega. Það eru tveir útsýnisstaðir á leiðinni, Hollywood Bowl Overlook, og annar lengra í norður þaðan sem hægt er að horfa yfir The Valley. Þá fyrst gerir maður sér grein fyrir hvað borgin er risastór.

In-n-Out Burger
Treystið mér.

Miðbærinn er frekar lítill en hefur samt sín afmörkuðu hverfi sem hafa öll sinn eigin persónuleika. Það er endalaust hægt að skoða, versla og borða.

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -