Föstudagur 23. febrúar, 2024
0.1 C
Reykjavik

Hinn eftirsóknarverði ljómi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það þarf að huga vel að húðinni.

Í daglegu tali er oft talað um að geisla af heilbrigði svo það er ekki skrítið að snyrtivörur sem lofa auknum ljóma séu gríðarlega vinsælar. Þótt fallegur farði og ljómapúður geti vissulega aukið ljómann á yfirborðinu þarf líka að huga vel að húðinni til að tryggja að hann komi að innan.

Huga að mataræðinu

Mikilvægt er að drekka nóg af vatni til að halda raka í húðinni og borða litríkt grænmeti sem inniheldur andoxunarefni og lækkar ph-gildi líkamans.

Það er því miður svo að kaffi og áfengir drykkir eru vatnslosandi og mikil neysla þeirra getur valdið þurrki í húð.

Eins getur óhófleg neysla sykraðra matvæla með tímanum brotið niður kollagen og elastín í húðinni sem veldur því að hún verður slappari og líflausari. Það er þó ekki þar með sagt að maður verði að neita sér um allt heldur bara að gæta hófs.

Til mótvægis við þetta óholla er mikilvægt að drekka nóg af vatni til að halda raka í húðinni og borða litríkt grænmeti sem inniheldur andoxunarefni og lækkar ph-gildi líkamans, það getur aukið ljóma húðarinnar.

Hreinsa burt dauðar húðfrumur 

- Auglýsing -

Alpha hydroxy-sýrur eru lífrænar sýrur sem skiptast í ávaxta- og mjólkursýrur. Þær eru vatnsleysanlegar og vinna eingöngu á efsta lagi húðarinnar við að hreinsa burtu dauðar húðfrumur. Með því að nota andlitsvatn með einhvers konar sýru má þannig koma í veg fyrir uppsöfnun á dauðum húðfrumum og viðhalda ljóma.

… Eins getur óhófleg neysla sykraðra matvæla með tímanum brotið niður kollagen og elastín í húðinni sem veldur því að hún verður slappari …

Ensím

Eitt af vinsælustu íðorðum í snyrtivörubransanum er án efa ensím. Þau hraða efnaskiptum í húðinni og eru aðallega notuð til að djúphreinsa húðina eða draga úr bólgum. Þau ensím sem eru notuð til að brjóta niður dauðar húðfrumur á yfirborðinu og hraða endurnýjun húðar koma úr ávöxtum, oftast papaya, ananas eða bláberjum. Ensímin eru mildari en sýrur og henta því betur fyrir viðkvæmar húðgerðir og þau er yfirleitt að finna í andlitsmöskum.

- Auglýsing -

Notið réttu innihaldsefnin

Retinól er mjög algengt í snyrtivörum og á að sporna gegn öldrun húðarinnar en konur á öllum aldri geta notið góðs af því að bæta því við húðumhirðuna. Það hvetur nefnilega húðina til þess að endurnýja sig hraðar og jafnframt framleiða meira af hyaluronic-sýru og kollageni. Þannig eykur það þéttni húðarinnar, dregur úr hrukkum og öðrum öldrunarmerkjum og eykur ljóma hennar.

Þau ensím sem eru notuð til að brjóta niður dauðar húðfrumur á yfirborðinu og hraða endurnýjun húðar koma úr ávöxtum, oftast papaya, ananas eða bláberjum.

Einn helsti kostur C-vítamíns er hversu öflugt það er í að jafna litarhaft húðar og lýsa upp dökka húðbletti, hvort sem þeir eru tilkomnir vegna öldrunar eða bóluöra. Þetta magnaða vítamín hefur jafnframt róandi áhrif og getur dregið úr roða og bólgum í húð. Það hefur einnig endurnýjandi áhrif á húðina í heild þannig að hún sýnist hraustari og með meiri ljóma.

Í húðinni myndar keramíð hálfgerðan varnarhjúp utan um frumur í efri lögum húðarinnar. Ýmis utanaðkomandi áhrif, svo sem veður og vindar eða sápur og hreinsiefni, geta strípað húðina og raskað náttúrulegri fituframleiðslu hennar og þegar hún verður þurr safnast dauðar húðfrumur fyrir á yfirborðinu. Keramíði í snyrtivörum er ætlað að fylla á forða húðarinnar, veita henni þar með raka og styrkja varnarkerfi hennar.

Höfundur / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / www.pexels.com

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -