Þriðjudagur 3. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Hraust og heilbrigt hár í vetur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vetrarveður, frost, rok og alls kyns úrkoma getur haft töluverð áhrif á húðina og ekki síður hárið. Við könnumst flestar við að hár okkar verði mjög óviðráðanlegt á þessum tíma árs, eða allt í senn þurrt, flókið og rafmagnað. Hér koma nokkur ráð og góðar vörur til að halda hárinu heilbrigðu og auðveldu í meðhöndlun fram að vori.

 

Þvo sjaldnar

Ein algengustu mistökin í hárumhirðu eru að þvo hárið of oft og að nota þá of heitt vatn. Í köldu veðri verður hárið þurrara og það er því ekki gott að þurrka það enn frekar með of miklum þvotti. Reyndu að þvo hárið ekki oftar en þrisvar í viku og ekki hafa vatnið heitara en 37 gráður. Einnig er gott að nota rakagefandi sjampó og næringu. Í lokin er sniðugt að skola hárið upp úr köldu vatni til að halda rakanum í hárinu og auka gljáa.

Legðu hárblásaranum

Við höfum allar heyrt að við ættum að forðast að nota hárblásarann um of því hitinn getur þurrkað og skemmt hárið. Betra er að leyfa hárinu að þorna af sjálfsdáðum. Þá skiptir máli að þerra það með handklæði fyrst en alls ekki nudda hárið um of því það getur gert það úfið.

Ekki gleyma að nota hitavörn ef þú ætlar að nota hárblásara og sléttu- eða krullujárn.

Burt með flækjur

- Auglýsing -

Hárið er hvað viðkvæmast þegar það er rakt og því er best að bursta eða greiða það sem minnst þar til það er næstum þurrt. Einnig er gott að nota bursta sem eru sérstaklega hannaðir fyrir blautt ár. Eins og nafnið gefur til kynna var Wet Brush frá HH Simonsen einmitt hannaður til að greiða úr flókum í blautu hári en einnig má nota hann á þurrt hár. Burstahárin eru mjög sveigjanleg og leysa þannig úr flækjum án þess að toga í eða slíta hárið. Sannkallur töfrabursti og þarfaþing á öllum heimilum hársárra einstaklinga.

Olíu í endana

Hvort sem þú notar hárblásara eða lætur hárið þorna á eigin spýtur er mikilvægt að nota góðar hárvörur.  Á veturna er nauðsynlegt að nota hárolíu til að gefa hárinu næringu og raka. Hún gerir hárið einnig sléttara, dregur úr rafmögnun og gefur því gljáa. Morrocanoil er ein sú vinsælasta sinnar tegundar enda skilur silkimjúk formúlan ekki eftir sig fituga eða klístraða áferð og hana má nota bæði í blautt og þurrt hár.

- Auglýsing -

Snöggt dekur

Þegar frostið er sem mest og ekkert annað virðist virka er gott að gefa sér tíma til að setja hármaska í hárið. Það gefur aukaskot af raka og næringu þannig að hárið verður aftur viðráðanlegt. Auðvitað er langbest að setja maska í hárið einu sinni í viku yfir vetrartímann, til dæmis á sunnudagskvöldum.

Texti / Hildur Friðrikdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -