2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Litlu skrefin í átt að bættri heilsu

  Margir setja sér heilsutengd markmið í upphafi árs. Hér koma nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar lífsstíllinn er endurskoðaður.

   

  Litlu hlutirnir sem skipta máli

  Vissulega er það gömul tugga en ein af þeim sem gott er að endurtaka reglulega. Nýttuhvert tækifæri til að hreyfa þig og reyna á þig. Gakktu upp stigann í stað þess að taka lyftuna, leggðu bílnum lengra frá inngangi hússins sem þú átt erindi í og farðu út að ganga í hádeginu og taktu korters æfingu hér og þar ef nokkurt tækifæri gefst.

  Mikilvægt byggingarefni

  AUGLÝSING


  Prótín er helsta byggingarefni vöðva og næringarfræðingar segja að flestir nútímamenn borði of lítið prótín. Fylli sig með kolvetnum en skeri niðurprótíngjafana í máltíðinni. Fullorðin manneskja þarf 170-200 g af prótíni þrisvar sinnum yfir daginn. Gott viðmið er að ein kjúklingabringa, 200 g fiskbitieða hálfur bolli af baunum gefa þann skammt sem þú þarft í hverri máltíð. Skoðaðu hvernig þú setur saman diskinn þinn og vittu hvort þú þurfir að bæta viðprótínið. Eitt egg á morgnana getur einnig gert kraftaverk.

  Skjótvirkar leiðir

  Nokkrar leiðir eru til að byggja upp þrek og vöðvamassa hratt. Meðal annars má nefna að lyftingar, stökk og teygjur eru mjög áhrifaríkar leiðir. Pilates er einnig einstaklega góð leið til að ná liðleika og byggja upp styrk.

  Passaðu upp á trefjarnar

  Mjög margir borða ekki nógu miklar trefjar yfir daginn. Tvær matskeiðar af rúsínum, sveskjum eða múslí á morgnana getur hjálpað mjög mikið. Sömuleiðis er gott að taka með sér í vinnuna trefjaríka þurrkaða ávexti og borða korn eða fræ yfir daginn. Það má bæta þeim í salatið, borða þau eintóm, setja út á skyr eða saman við hafragraut. Allt auðveldar og góðar leiðir til að bæta við trefjainntökuna og njóta ávinningsins sem fæst með betri meltingu.

  Gott að muna

  Gullna reglan þegar kemur að heilsurækt er að ekkert breytist ef þú gerir hlutina einu sinni eða tvisvar. Það er endurtekningin sem skiptir máli þegar kemur að líkamanum. Að gera eitthvað á hverjum degi skilar miklum árangri með tímanum. Finndu þess vegna rútínu sem hentar þér og haltu þig við hana, ekki bara í nokkrar vikur heldur næstu árin.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is