Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Neitaði að líta á sig sem sjúkling og endaði með því að yfirkeyra sig í vinnu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurborg Íris Hólmgeirsdóttir hárgreiðslumeistari greindist með brjóstakrabbamein árið 2009 en neitaði að líta á sig sem sjúkling, endaði með því að yfirkeyra sig í vinnu og neyðast til að játa að hún væri ekki ósigrandi.

Sykursýki sem hún greindist með um tvítugt versnaði til muna við krabbameinsmeðferðina en Sigurborg hefur notað mataræðið til að halda henni í skefjum og minnka það magn af insúlíni sem hún þarf að sprauta sig með daglega. Hún segir glímuna við veikindin hafa kennt sér að njóta hvers dags og ganga ekki að neinu sem gefnu.

Lestu viðtalið við Sillu í heild sinni í nýjustu Vikunni sem kemur í verslanir í dag.

Krabbameinsmeðferðinni lauk 2010 og Silla hefur ekki greinst með krabbamein aftur. Hefðbundnu eftirliti lýkur eftir fimm ár frá greiningu og hún segist krossa fingurna að hún sé sloppin. Brjóstakrabbamein er ekki algengt í fjölskyldu hennar og hún segist ekki vera með BRCA-genið þannig að systur hennar og dætur hafi ekki þurft að hafa áhyggjur.

Krabbameinið er þó ekki eini sjúkdómurinn sem Silla hefur þurft að takast á við. Rúmlega tvítug greindist hún með sykursýki sem hún segir eiginlega hafa  verið erfiðara að fást við en krabbameinið. Hún hefur þó fundið stóran mun til batnaðar eftir að hún breytti mataræðinu.

„Eftir að ég byrjaði á 5:2 mataræðinu lagaðist það heilmikið og ég gat farið að draga úr því að sprauta mig.“

„Ég held ég hafi verið að leita að hinum heilaga kaleik til að minnka áhrif sykursýkinnar í þrjátíu ár,“ segir hún og hlær. „Fyrst gekk mér vel að hafa hemil á henni með mataræði en svo dugði það ekki og ég var alltaf að leita að einhverju sem gæti hjálpað. Krabbameinsmeðferðin hafði mjög slæm áhrif á sykursýkina og mér versnaði mikið þannig að ég var alveg örvæntingarfull að reyna að finna einhverja lausn. Fyrir nokkrum árum sá ég síðan þátt úr seríunni Trust me I’m a doctor og þar var verið að fjalla um 5:2 mataræðið og ég hugsaði með mér að það sakaði kannski ekki að prófa það, ég væri hvort eð er búin að prófa allt annað. Mér hafði gengið mjög illa að halda sykursýkinni í skefjum, þurfti að sprauta mig mjög mikið með insúlíni. Eftir að ég byrjaði á 5:2 mataræðinu lagaðist það heilmikið og ég gat farið að draga úr því að sprauta mig,“ segir Silla.

Lestu viðtalið við Sillu í heild sinni í nýjustu Vikunni sem kemur í verslanir í dag.

- Auglýsing -

Kaupa blað í vefverslun

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -