Föstudagur 14. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Nokkrar góðar ástæður til að gerast stuðningsfjölskylda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir / Halldóru Gyðu Matthíasdóttur Proppé

„Þetta er einfaldlega besta ákvörðun sem við höfum tekið. Við erum með drenginn okkar fjóra sólarhringa í mánuði og þess á milli teljum við niður dagana þangað til við hittum hann aftur. Við elskum hann út af lífinu og getum ekki hugsað okkur tilveruna án hans. Hann er hluti af okkar fjölskyldu og verður það vonandi alltaf.“

Þannig lýsir ein þeirra fjölskyldna sem hafa tekið að sér að vera stuðningsfjölskylda reynslu sinni af því mikilvæga hlutverki. Stuðningsfjölskyldur annast barn sem vegna aðstæðna sinna þarf aðstoð til skemmri eða lengri tíma til að draga úr álagi á fjölskyldu þess. Markmiðið er að veita barninu tilbreytingu og stuðning auk þess að gefa því kost á auknum félagslegum tengslum. Stuðningsfjölskyldan býður barninu að dvelja á heimili sínu sem og að taka þátt í daglegu heimilislífi hennar.

Það er Keðjan sem skipuleggur dvöl barna hjá stuðningsfjölskyldum, en hún heyrir undir velferðarsvið Reykjavíkurborgar og hefur það hlutverk að veita stuðningsþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra. Keðjan veitir margvíslega aðra þjónustu, svo sem uppeldisráðgjöf inn á heimili, einstaklingsstuðning við börn og námskeið fyrir börn og foreldra.

Fjölbreyttar ástæður fyrir því að gerast stuðningsfjölskylda

Það eru margar mismunandi ástæður fyrir því að fjölskyldur ákveða að gerast stuðningsfjölskyldur. Sumar stuðningsfjölskyldur eru tengdar barninu vina- og/eða fjölskylduböndum, eru til dæmis  frænkur eða frændur. Stundum þekkja stuðningsfjölskyldurnar barnið, til dæmis úr leik- eða grunnskóla og vilja styðja fjölskylduna með þessum hætti. Margar stuðningsfjölskyldur þekkja barnið eða fjölskylduna ekkert áður en þær gerast stuðningsfjölskyldur. Ástæðan er þá oft sú að fjölskyldan vill láta láta gott af sér leiða, á til dæmis uppkomin börn, eða börn á svipuðum aldri. Þá eiga sumar fjölskyldur sem taka þetta hlutverk að sér engin börn.

- Auglýsing -

Við hjá Keðjunni höfðum samband við nokkrar stuðningsfjölskyldur á dögunum og spurðum um þeirra upplifun og reynslu. Það var reglulega ánægjulegt að heyra svör þeirra. Hér á eftir fara nokkur dæmi:

„Þetta var þannig hjá okkur að konan mín var aðeins búin að minnast á að við myndum skoða það að gerast stuðningsfjölskylda. Við vorum barnlaus þá og vildum gera eitthvað fyrir aðra, vitandi að við gætum fengið það margfalt til baka í gleði og ánægju. Foreldrar konunnar minnar höfðu verið stuðningsfjölskylda þegar hún var yngri, svo hún þekkti þetta aðeins og vissi hvað þetta var. Svo sáum við fyrir tilviljun að ung kona, sem við þekktum ekki neitt, deildi á Facebook þar sem hún auglýsti eftir stuðningsfjölskyldu fyrir litla drenginn sinn. Við ákváðum fyrir rælni að senda henni skilaboð og spyrjast fyrir um þetta, en bjuggumst ekki við að það myndi endilega skila neinu. En hún svaraði og sagðist vilja hitta okkur. Og þannig gerðist þetta. Hún sagði okkur í annað skiptið sem við hittumst að hún vildi velja okkur, sem við þáðum með þökkum.“

Hér er upplifun annarrar stuðningsfjölskyldu:

- Auglýsing -

„Ég veit að þörfin er mikil og það þarf samfélag til að huga að börnum og foreldrum. Það er ekki sjálfsagt að eiga gott bakland og því mikilvægt að samfélagið stígi þar inn í. Reynsla mín er stutt en upplifun mín enn sem komið er er mjög góð. Virkilega gott að hugsa til þess að ég geti veitt foreldrum og barni það öryggi og bakland sem þau þurfa. Í leiðinni sköpum við svo góðar minningar.“

Þessi stuðningsfjölskylda er búin að sinna barninu í um það bil  15 ár:

„Hjá mér er ástæðan sú að ég tengist fjölskyldunni og hef gert í um það bil 15 ár. Þekki stúlkuna vel sem kemur til mín og fjölskyldu hennar. Mín upplifun er bara mjög góð, eins og ég segi þá er ég kannski með ólíka upplifun þar sem að stúlkan er fullorðin og við þekkjum hana mjög vel. Fyrir okkur er hún bara hluti af fjölskyldunni og góð „viðbót“.

Hvert á að leita til að gerast stuðningsfjölskylda?

EF þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar um hvernig á að gerast stuðningsfjölskylda þá geturðu haft samband við Keðjuna í gegnum netfangið [email protected]. Starfsfólk Keðjunnar leggur mat á hæfi fjölskyldu til að taka að sér hlutverk stuðningsfjölskyldu.

Höfundur er framkvæmdastjóri Keðjunnar og FKA-félagi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -