Laugardagur 20. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Nýtur þess að dúlla sér í eldhúsinu á aðfangadag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú, segir að sér líði yfirleitt vel í sálinni þegar hún tekur sig til við undirbúning jólahátíðarinnar, hvort heldur í leik eða starfi.

Sjálf matargerðin er eitt af því sem henni finnst alltaf koma sér í jólaskap.

„Ég nýt þess út í ystu æsar að dúlla mér allan daginn í eldhúsinu á aðfangadag með fallega tónlist allt um kring og ljósadýrð á meðan bóndinn keyrir út gjafir til ættingja og vina,“ útskýrir hún og getur þess að hún fái að sjá alfarið um eldamennskuna.

Fjölskyldan flutti í Mosfellsdal fyrir rúmum 30 árum og tók þá upp þann jólasið að borða rjúpur á aðfangadag. „Okkur áskotnaðist þessi dýrðarfæða eitt sinn og það var ekki aftur snúið. Þannig að rjúpur skulu það vera, þegar má veiða þær,“ segir hún og hlær. „Ýmist elda ég þær heilar eða úrbeina bringurnar og snöggsteiki. Meðlætið er síbreytilegt frá ári til árs, nema rósakál með kastaníuhnetum, það hef ég alltaf.“

„Okkur áskotnaðist þessi dýrðarfæða eitt sinn og það var ekki aftur snúið. Þannig að rjúpur skulu það vera, þegar má veiða þær.“

Að öðru leyti segir hún fjölskylduna reyna að eiga saman notalegar stundir í aðdraganda jóla. „Svo eru það fjölskylduboðin. Þá er sungið og spilað. Við hittum fjölskyldu bóndans á jóladag og mína fjölskyldu á annan dag jóla.“

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Ljósmyndari / Ernir Eyjólfsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -