Þriðjudagur 27. febrúar, 2024
1.8 C
Reykjavik

Pulsan sameinar alla Íslendinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þau Ylfa Ösp Áskelsdóttir og Ragnar Ísleifur Bragason reka hönnunarfyrirtækið Pulsa Design en þau segja mikilvægt að menningarstólpum íslensks samfélags séu gerð góð skil í allri framsetningu.

„Pulsa Design er í raun sameiningartákn fyrir Íslendinga enda er fátt íslenskarar og íslenskan pulsan,” segir Ylfa og heldur áfram. „Grunn hugmyndafræðin er byggð á vangaveltum um einkenni Íslands og öllum þessum lundabúðum sem okkur finnst ekkert sérstaklega íslenskar. Svo lá þetta í augum uppi þegar pulsan birtist okkur og þegar við loksins byrjuðum fannst okkur eins og við hefðum löngu átt að vera búin að gera þetta. „Ég fór að hugsa um þessa túristasprengju og hvernig Ísland birtist ferðamönnum. Mesta áherslan hefur verið lögð á lunda og einhverja náttúru en svo spyr maður sig, er ekki pulsan stærsta birtingarmynd íslensks samfélags? Það hafa til að mynda mjög fáir borðað lunda en flestir fá sér pulsu kannski einu til fimm sinnum í viku. Hún er auðvitað líka til marks um þá hugvitssemi sem við Íslendingar höfum þegar kemur að matarmenningu og menningu yfir höfuð.”

„Lífið er á margan hátt eins og pulsa,” bætir Ragnar við og heldur áfram.

„Alls konar hráefni, sem maður á erfitt með að henda reiður á, úr ölllum áttum samankomin í einn hrærigraut og þrýst saman í eina góða rúllu sem bragðast vel svona dálítið eins og mannkynið. Svo kemur áleggið sem er eins og reynslan, sumir lifa einföldu lífi og fá sér til að mynda bara pulsu með tómatsósu og steiktum lauk meðan aðrir lifa flóknu lífi og fá sér eina með öllu. Það að við séum núna bara byrjuð að hanna dót og fá fyrirspurnir frá fólki og svona, sýnir að þetta er hægt. Það eru allir hönnuðir og það geta allir hannað dót. Við vorum náttúrulega mjög heppin að detta inn á þennan umfangsmikla menningararf sem liggur í pulsunni og tengslum hennar við íslenskt samfélag. Við höfum byggt mikið af okkar hönnun á íslenskum hlutum. Sett þá í nýtt samhengi og betrumbætt. Hönnun snýst að mörgu leyti um að skoða hvað aðrir eru að gera í kringum þig og gera betri útgáfur af því. Okkur hefur oft fundist vanta nýtt spinn á marga hluti og þá kemur pulsan svo sterkt til manns.”

Viðtalið í heild má lesa í nýjustu Vikunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -