Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

„Svolítill hippi í mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Eyrún Birna brúðarkjólahönnuður.

Hver kjóll er einstakur.

Tilviljun réði því að Eyrún Birna Jónsdóttir sneri sér að gerð brúðarkjóla en hún sérhæfir sig í bóhemískum, flæðandi, þægilegum og lágstemdum kjólum.

„Þið fáið engar „rjómatertur“ hjá mér,“ svarar Eyrún Birna hlæjandi þegar hún er spurð út í sérstöðu brúðarkjólanna sinna. „Ég hef alltaf heillast af hvers kyns blúndum og hekli, ætli ég sé ekki svolítill hippi í mér. Við hönnunina hef ég í huga að kjólarnir séu áhugaverðir, úr fallegum efnum og að sniðin séu klæðileg. Ég legg líka áherslu á að kjólarnir séu þægilegir því mér finnst mikilvægt að konum líði sem best á brúðkaupsdaginn. Innblástur fæ ég alls staðar að, er alltaf með augun opin fyrir fallegum sniðum og efnum. Ég sérsauma kjólana á hverja og eina brúði. Kjóllinn þarf að passa fullkomlega og draga fram það besta hjá hverri konu. Hver kjóll er því einstakur og þannig á það auðvitað að vera þegar brúðarkjóll er annars vegar. Ég er því ekki með neina kjóla á lager en er þó með nokkra kjóla til sýnis sem hægt er að fá að skoða og máta.“

Eyrún Birna hannar brúðarkjóla í bóhemískum, flæðandi og þægilegum stíl.

Lengra viðtal og fleiri myndir af brúðarkjólum má finna í brúðarblaði Vikunnar, sem verður fáanlegt í verslunum í allt sumar.

Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir af brúðarkjólum: Ruth Ásgeirsdóttir/Ljósmyndir og list
Fyrirsæta: Gabríela Ósk Vignisdóttir
Mynd af Eyrúnu Birnu: Aldís Pálsdóttir

Brúðarblað Vikunnar verður fáanlegt í verslunum í allt sumar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -