Föstudagur 14. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Taylor Swift segir Kanye West vera undirförulan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Taylor Swift prýðir forsíðu nýjasta blaðs tímaritsins Rolling Stone. Í forsíðuviðtalinu kallar hún rapparann Kanye West „undirförulan“.

 

Taylor Swift og Kanye West hafa eldað saman grátt silfur síðan árið 2009.

Forsagan málsins er sú að Kanye West stökk upp á svið á MTV-hátíðinni árið 2009 þegar Taylor Swift tók við verðlaunum fyrir besta tónlistarmyndband kvenkyns listamanns og sagði Beyoncé eiga skilið að vinna.

Nokkrum árum síðar sættust þau en seinna slettist aftur upp á vinskapinn. Taylor Swift fer yfir málið í viðtali við Rolling Stone.

Hún segir frá því að árið 2015 hafi Kanye West hringt í hana og sagst vilja sættast. Að sögn Taylor Swift hrósaði Kanye henni í hástert og sannfærði hana um að afhenda sér verðlaun sem hann ætti að taka við á VMA-hátíðinni. Taylor Swift féllst á það.

„Hann getur verið svo indæll. Ég var himinlifandi þegar hann bað mig um að gera þetta. Ég skrifa ræðu sem ég flutti hátíðinni. Hann öskrar þá: „MTV fékk Taylor Swift til að afhenda mér verðlaunin til að auka áhorfið!“, “ útskýrir Swift í viðtalinu. Hún segir hroll hafa farið um sig þegar atvikið átti sér stað.

- Auglýsing -

„Ég áttaði mig á að hann er undirförull. Hann vill vera indæll við mig bak við tjöldin en svo vill hann vera töff fyrir framan aðra og rífa kjaft.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -