Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Þegar kemur að súkkulaði eru valmöguleikarnir endalausir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Eva Rún Michelsen, Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir, Íris Hauksdóttir, páskaegg, páskar, súkkulaði, vikan, VI1803128555

Eva Michelsen er sjálfmenntuð köku- og konfektgerðarkona en kemur þó af bakaraættum. Kökubakstur og skreytingarhæfileikar hennar komu þó ekki í ljós fyrr en hún var löngu flutt að heiman en hún býr nú til sannkölluð sælkera-páskaegg sem notið hafa umtalsverða athygli.

Ég veit nú ekki hvort eggin mín hafi einhver sérstök einkenni umfram önnur en ég reyni að breyta til og gera eitthvað öðruvísi sem oftast. Það sem mér þykir skemmtilegt við páskaeggin er fyllingin því hún hefur svo mikil áhrif á súkkulaðið sjálft. Fyrir þá sem ekki vita, þá bragðast páskaegg aðeins öðruvísi því þau draga í sig lykt og bragð af því sem er inn í þeim. Alveg eins og konfekt bragðast á ákveðinn hátt. Það má þó alls ekki gleyma málshættinum. Ég á þá ófáa varðveitta hér og þar.

Ef fyllingin í egginu er ekki góð, er ég ekki jafn spennt fyrir restinni.

Eftir að lakkrís súkkulaði kom á markað hefur það verið í þó nokkru uppáhaldi en annars er ég hlynntust gamla góða suðu súkkulaðinu. Það er svo hægt að borða innan úr egginu og brjóta rest út í eftirréttinn.

Það sem er líka skemmtilegt við að gera páskaegg og vinna með súkkulaði yfir höfuð er að valmöguleikarnir eru endalausir og alveg magnað hvað hægt er að gera með súkkulaði. Mér finnst ég alltaf vera læra eitthvað nýtt.”

Viðtalið í heild má lesa í páskablaði Vikunnar.

- Auglýsing -

 

Texti / Íris Hauksdóttir.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -