Föstudagur 12. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

La Torta Tenerina – „næstum-því-hveitilaus“ ítölsk súkkulaðikaka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ferrara er borg austan við Bologna á Ítalíu sem þekkt er fyrir tegund af súkkulaðiköku sem þeir kalla la torta tenerina. Kakan líkist franskri súkkulaðiköku, þunn með mjúkri miðju og stökkri skorpu. Hún er látlaus, sekkur í miðjunni og ysta lagið er sprungið og ófullkomið í útliti. Bestu kökurnar eru oft þær sem lítið þarf að hafa fyrir og þurfa ekki meira en smávegis af þeyttum rjóma til að setja punktinn yfir i-ið.

LA TORTA TENERINA

100 g smjör
60 g flórsykur
½ tsk. salt
100 g 70% súkkulaði
2 stór egg
2 msk. hveiti
40 g sykur

Hitið ofn í 180°C. Smyrjið 20 cm hringlaka kökuform og klippið til smjörpappír til að leggja í botninn.

Þeytið smjörið, flórsykurinn og saltið saman þar til allt hefur samlagast. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið síðan súkkulaðinu yfir smjörblönduna og þeytið þar til allt hefur blandast vel saman. Þeytið eggjarauðurnar saman við, eina í einu. Notið sleikju til að blanda hveitinu saman við og setjið til hliðar.

Þeytið eggjahvíturnar í meðalstórri skál þar til mjúkir toppar myndast. Þeytið sykurinn saman við þar til stífir toppar myndast. Blandið eggjahvítunum varlega saman við
súkkulaðiblönduna.

Hellið deiginu ofan í kökumótið og dreifið jafnt úr. Bakið í miðjum ofni í 18 mín., kakan á að vera bökuð yst og blaut í miðjunni. Fjarlægið kökuna úr ofninum, setjið á grind og látið kólna í 2 klst. Kakan mun síga svolítið og það er eðlilegt.

- Auglýsing -

Takið kökuna úr forminu og flytjið yfir á kökudisk. Sigtið smávegis flórsykur yfir kökuna og berið fram með þeyttum rjóma.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -