Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Þýskir jólamarkaðir – töfrum líkastir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Töfrum líkast er að fara á þýska jólamarkaði.

Þá finna má stóra og smáa um allt Þýskaland og sem laða að sér fjöldann allan af ferðamönnum ár hvert. Ef þið eruð orðin þreytt á allri markaðshyggjunni í kringum jólin og langar að upplifa rómantíska jólastemningu þá er tilvalið að skella sér til Þýskalands á jólamarkað þar sem finna má vandaðar jólagjafir sem eru ekki fjöldaframleiddar.

Margir eiga erfitt með að standast heita jólaglöggið sem er í boði.

Hægt er að fá allt mögulegt á þessum mörkuðum, allrahanda jólavarning og gjafir, eins og til dæmis leikföng, hluti sem eru útskornir úr tré, kerti, strengjabrúður eða lambskinnsskó.
Margir eiga erfitt með að standast heita jólaglöggið sem boðið er upp á ásamt gómsætum bökuðum eplum sem renna ljúft niður á köldum vetrardögum.
Nóg er af piparkökum fyrir unga fólkið, ásamt marsipankökum og öðru góðgæti.
Jólamarkaðarnir í Þýskalandi skipta tugum ef ekki hundruðum og því getur verið erfiðast við þetta allt saman að ákveða hvert skal haldið.
Besta lausnin er að velja alla vega tvo markaði. Á stórum markaði í einhverri borginni getur þú gert massíf innkaup en farið svo á lítinn markað í litlum bæ eða þorpi til að upplifa meiri rómantík.

Flestir markaðirnir byrja í síðustu vikunni í nóvember og eru fram að jólum. Þeir eru yfirleitt opnir alla daga frá klukkan tíu á morgnana til átta eða níu á kvöldin. Fimmta sunnudag fyrir jól er þó frídagur á mörgum svæðum í Þýskalandi en þá er Remembrance Day haldinn hátíðlegur og margt lokað þennan dag, meðal annars margir markaðir.

Nánar á heimasíðunni germany-christmas-market.org.uk.

Jólamarkaðurinn í Nuremberg í Þýskalandi er 400 ára gamall og alltaf jafnvinsæll. Hann er á aðaltorginu í gamla bænum og þar eru að minnsta kosti 200 básar þar sem boðið er upp á allt milli himins og jarðar. Þar er einnig hringekja og lest fyrir börnin.
Jólamarkaðurinn í Esslingen, skammt frá Stuttgart í Þýskalandi, er afar sjarmerandi. Þar er miðaldaþema og sérstök afþreying fyrir börn, sem tengist þeim tíma. Staðurinn er töfrum líkastur – sérstaklega á kvöldin.
Margir jólamarkaðir eru í Berlín, nánast á hverju götuhorni. Einn þeirra er fyrir framan ráðhúsið og í miðju hans er skautahringur, í kringum Neptune-gosbrunninn. Þaðan er frábært útsýni að sjónvarpsturninum og ráðhúsinu.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -