Laugardagur 15. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Upplifir spennuna og gleðina í gegnum dóttur sína

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tara Brynjarsdóttir starfar sem kennari í Laugalækjarskóla, þar sem hún kennir meðal annars heimilisfræði. Eitt af helstu áhugamálum Töru er að dunda sér í eldhúsinu, sérstaklega með dóttur sinni. Þar eiga þær mæðgur margar af sínum bestu gæðastundum.

Ertu mikið jólabarn? Á fyrri tíð var ég ekki mikið jólabarn en eftir að ég varð móðir upplifi ég spennuna og gleðina í gegnum stelpuna mína.

Ertu með einhverjar hefðir sem þér þykja ómissandi á aðventunni? Já, við vinkonurnar hittumst alltaf og bökum sörur sem er orðin ómissandi hefð fyrir jólin. Svo reynum við fjölskyldan að fara á eina jólatónleika.

Hvað ætlar þú að baka fyrir jólin? Ég baka alltaf sörur, súkkulaðibitakökur og lakkrístoppa, og piparkökur með stelpunni minni sem við skreytum saman.

Hver sér um eldamennskuna á jólunum? Ég myndi segja að ég sjái almennt um eldamennskuna á mínu heimili. Við mæðgur eigum einnig miklar gæðastundir í eldhúsinu og eldum og bökum mikið saman.

Hvað er ómissandi að þínu mati um jólin? Samveran með fjölskyldunni og vinum, spilakvöldin, baksturinn og rólegheitin í kringum hátíðirnar.

Frönsk súkkulaðikaka með karamellu og vanillusmjörkremi

„Ég var orðin þreytt á að baka þessa klassísku súkkulaðiköku og ákvað að prófa mig áfram og út kom þessi súkkulaðikaramellubomba sem slær alltaf í gegn. Súkkulaðitrén eru bráðið suðusúkkulaði sem ég sprautaði á bökunarpappír og kældi áður en ég skreytti kökuna. Það er ótrúlega gaman að leika sér með súkkulaði og alls ekki jafnflókið og maður heldur. Mæli með því að prófa.“

- Auglýsing -
Eitt af helstu áhugamálum Töru er að dunda sér í eldhúsinu.

Botn

200 g smjör
200 g suðusúkkulaði
4 egg
2 dl sykur
1 dl hveiti

Bræðið smjör og suðusúkkulaði á lágum hita, á meðan hrærið eggin og sykurinn á hæsta hraða þar til blandan er orðin létt og ljósgul. Bætið hveitinu rólega saman við ásamt súkkulaðinu og smjörinu. Bakið við 180°C, undir- og yfirhita, í 30 mínútur. Ég gerði tvöfalda uppskrift til að kakan yrði hærri.

- Auglýsing -

Krem

250 g smjör
250 g smjörlíki
500 g flórsykur
1 msk. síróp
1-2 msk vanillusykur

Hrærið saman smjör, smjörlíki og síróp. Þegar það er orðið vel þeytt bætið þá flórsykrinum og vanillusykrinum út í. Ef smjörið og smjörlíkið er mjög kalt er gott að nota ostaskera til að skera það niður í þunnar sneiðar og þá tekur það styttri tíma að hrærast og hrærivélin ræður betur við það. Því lengur sem þið hrærið smjörið því ljósara verður kremið.

Karamella

1 poki bræddar ljósar karamellur

Ég er ekki mikið fyrir að flækja hlutina og bræði einfaldlega karamellurnar (Töggur) eða kaupi heita karamelluíssósu sem ég set á milli botnanna.

Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -