Sunnudagur 16. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Vertu til er vorið kallar á þig

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú er tíminn til vorverka, jafnt innan heimilisins sem utan. Allir eru uppteknir við að taka til í skápunum, þrífa heimilin hátt og lágt eða undirbúa garða. Í öllu þessu amstri gleymum við stundum að huga að okkur sjálfum og hafa það huggulegt. Hér eru nokkrar hugmyndir að vorverkum fyrir líkama og sál.

Nú er rétti tíminn til þess að djúphreinsa húðina vel til að tryggja að hún verði í toppástandi .

Fínir fætur
Nú kemur brátt sá tími þar sem við byrjum að klæðast opnum skóm og því ekki úr vegi að huga aðeins að fótsnyrtingu. Lítið mál er að gera hana heima; skella í gott fótabað með salti og horfa á eina góða bíómynd á meðan. Síðan er nauðsynlegt að nota kornakrem eða þjöl til að fjarlægja dautt skinn og klippa og pússa neglur. Þessu er svo lokið með góðu fótakremi og fótunum stungið í mjúka bómullarsokka.

Einn, tveir og út
Það er óþarfi að púla inni á líkamsræktarstöðvum þegar veðrið er orðið gott. Við útiveru fær maður aukið súrefni, sem stuðlar að aukinni brennslu og svo auðvitað smávegis D-vítamín sem okkur er oft farið að vanta eftir langan og dimman vetur.

Sýndu þitt rétta andlit
Vorið er rétti tíminn til þess að djúphreinsa húðina vel til að tryggja að hún verði í toppástandi í sumar. Auðvelt að gera það sjálfur heima en það er vel þess virði að fara í andlitsbað á snyrtistofu, allavega svona einu sinni á ári. Þar er yfirleitt boðið er upp á öflugri meðferðir, eins og ávaxtasýrumeðferð eða vítamínmeðferð. Vert er að hafa í huga að húðin verður aðeins viðkvæmari eftir slíkar meðferðir og því þarf að passa sig sérstaklega á sólinni í allavega sólarhring á eftir.

Sítrónur – allra meina bót
Gott er að drekka volgt sítrónuvatn á morgnana því það kemur meltingunni af stað fyrir daginn. Sítrónusafi er fremur vatnslosandi og hjálpar því til að losa við bjúg sem ku hafa safnast fyrir um veturinn. Hann getur líka stuðlað að þyngdartapi en sumar rannsóknir hafa sýnt að fólk sem heldur sig við basískt mataræði er fljótara að ná af sér nokkrum kílóum en þeir sem ekki gera það.

Unaðsbað
Það er algjör unaður að láta streitu og áhyggjur líða úr sér í góðu baði. Hægt er að bæta baðið með ýmsu móti og gera það enn betra; til dæmis er hægt að bæta epsom-salti, olíu og nokkrum dropum af uppáhaldsilmkjarnaolíunni út í baðvatnið, kveikja á kertum, setja góða tónlist á fóninn og lesa bók eða fletta blaði.

Skrúbb, skrúbb, skrúbb
Gott að er nýta tækifærið og skrúbba af sér vetrarhaminn. Ódýr og auðveld leið er að nota þar til gerða skrúbbhanska eða -bursta sem fást í flestum apótekum og heilsuvöruverslunum. Einnig framleiða mörg fyrirtæki líkamsskrúbba samhliða kremum. Í möndlulínu L’Occitane má finna mjög girnilegar húðvörur, til dæmis skrúbb sem er búinn til úr möndluolíu og -skeljum og þurrolíu sem gott er að setja á sig eftir allt skrúbbið.

- Auglýsing -

Seiðandi sumarsalat
Það verður að segjast eins og er að salat er ekki það sem mann langar að borða þegar úti er frost og funi og þess vegna borðum við yfirleitt þungan mat yfir vetrartímann. Á góðviðrisdögum er því tilvalið að fá sér gómsætt salat sem er stútfullt af vítamínum og steinefnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -