Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

„Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hávær krafa er um að lífeyrissjóðirnir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.

Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Vegna fjármagnshafta, stækkunar þeirra og þátttöku í endurreisn íslenskra fyrirtækja áttu sjóðirnir tæplega helming allra skráðra hlutabréfa í lok árs 2016 og um 70 prósent skuldabréfa. Mörg þeirra félaga sem lífeyrissjóðirnir eru sameiginlega ráðandi eigendur selja vörur og þjónustu sem landsmenn nota á hverjum degi. Og mörg þeirra hafa hækkað laun stjórnenda sinna þannig að laun forstjóra skráðra fyrirtækja eru nú að meðaltali 16 sinnum lágmarkslaun. Auk þess er til staðar kaupaukakerfi innan margra félaga sem gerir þeim kleift að greiða æðstu stjórnendum sínum bónusa.
Hávær krafa er um að lífeyrissjóðirnir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð. Sú krafa kemur fyrst og fremst frá fulltrúum launafólks, verkalýðshreyfingum landsins. En hana er líka að finna á meðal fulltrúa atvinnurekenda sem sitja í stjórnum sjóðanna.
Þessi krafa birtist ansi skýrt á fundi sem Efling stóð fyrir um liðna helgi með þeim tveimur sem sækjast eftir að verða næsti forseti Alþýðusambands Íslands, Sverri Mar Albertssyni og Drífu Snædal (sjá mynd). Á fundinum sagði Sverrir meðall annars að verkalyðsfélögin ættu Ísland. „Það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það.“ Drífa sagðist sammála honum.

Ítarleg fréttaskýring er um baráttuna um íslenskt atvinnulíf í nýjasta tölublaði Mannlífs. Hægt er að lesa skýringuna í heild á vef Kjarnans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -