Sunnudagur 16. júní, 2024
7.8 C
Reykjavik

„Glühwein“ er ljúffengur jóladrykkur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heitt og kryddað vín er vinsæll drykkur í desember í fjölmörgum löndum Evrópu. Í Þýskalandi og Alsace-héraði í Frakklandi er það þekkt undir nafninu „glühwein“ og er ómissandi hluti þýskra jólamarkaða, drykkurinn er einnig vinsæll í Bretlandi og þar er stundum notaður áfengur síder í stað vínsins.

 

Uppskriftirnar eru flestar áþekkar en þó er misjafnt milli landa hvaða krydd eru notuð í vínið og hvaðan sætan kemur, í franska drykknum „vin chaud“ er t.d. notað hunang í stað sykurs.

1 flaska rauðvín
börkur af 1 appelsínu
2 kanilsstangir
1 anísstjarna
4 kardimommubelgir
10 negulnaglar
½ dl rúsínur
½ dl hýðislausar möndlur
3 msk. púðursykur
1 mandarína, skorin í sneiðar

Hellið víninu í pott og bætið við appelsínuberkinum, kryddinu, rúsínunum og möndlunum. Hitið á lágum hita þar til gufa kemur upp. Hrærið þá púðursykurinn saman við, 1 msk. í einu, og smakkið strax og bragðbætið ef vill.

Vín eru missæt á bragðið og því gæti þurft minna eða meira en 3 msk. af sykri. Hrærið til að leysa upp sykurinn, setjið lok á pottinn og haldið heitu í a.m.k. 1 klst. til að fá góðan kryddkeim í vínið.

Gætið að suðan komi ekki upp því þá gufar áfengið upp. Fjarlægið allt krydd og börkinn og hellið í glös. Skreytið með kanilstöngum og mandarínusneiðum.

- Auglýsing -

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd / Unnur Magna

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -