Mánudagur 17. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Grill og götumatur í nýjasta Gestgjafanum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gestgjafinn er kominn í sumarskap og nýjasta blaðið tileinkað grilli og götumat. Safaríkar steikur, glóðvolgt grænmeti og sjávarréttaspjót eru meðal þess við grillum í blaðinu. Síðan tökum við bragðlaukana í ferðalag með geggjuðum götumat frá Suður-Ameríku.

 

Við landsmenn finnum oft minnsta tilefni til að hóa saman góðu fólki í grillveislu. Í blaðinu gefum við uppskriftir að góðum grillmat þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Einnig gefum við góð ráð þegar kemur að meðhöndlun á kjöti og hvernig hægt er að matreiða hina fullkomnu steik.

Götumatur finnst í einhverju formi í öllum löndum og höfum við tekið saman nokkra vinsæla rétti sem tilvalið er að prófa heima í eldhúsi. Matargerð Suður- og Mið-Ameríku er fjölbreytt og hefur mótast með innflytjendum og valdaræningjum í gegnum árin. Í flottum þætti bjóðum við lesendum í spennandi ferðalag fyrir bragðlaukana sem hægt er að fara í án þess að fara út fyrir landsteinana.

Nýjasta blaðið er tileinkað grilli og götumat.

Þá erum við með skothelda grænmetisrétti á sínum stað og eftirrétti sem eiga það allir sameiginlegt að vera gómsætir og einfaldir. Dominique fjallar um matvæla- og fæðuöryggi og segir lesendum helstu fréttir úr vínheiminum. Við mælum með vínum sem passa vel með götumat og grillmat og gefum uppskriftir að sjóðheitum og suðrænum kokteilum.

Við kíkjum í heimsókn á glænýja fjölskylduveitingastaðurinn 20&SJÖ og heimsækjum nokkra hressa kokka sem grilluðu fyrir okkur gómsæta rétti.

Þetta og margt fleira í glænýjum og gómsætum Gestgjafa.

- Auglýsing -

Kaupa blað í vefverslun

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -