Þriðjudagur 18. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Íslenska heilkornið bygg er frábært hráefni – Byggóttó með sveppum og graskeri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Suðutíminn er einungis 15 mínútur og því sniðugt að nota það í staðinn fyrir hrísgrjón eða kartöflur til tilbreytingar eða hafa það sem aðalrétt eða smárétt eins og gert er hér.

 

Bygg hefur mjög lágan sykurstuðul, inniheldur flókin kolvetni og er mjög trefjaríkt og er því sérlega gott fyrir meltinguna, svo er það líka saðsamt og bragðgott og ekki skemmir fyrir að bygg er ræktað hér á landi. Í þennan þátt var notað perlubygg í uppskriftirnar sem er lúxusútgáfan af bygginu.

Byggóttó með sveppum og graskeri

fyrir 4

1 laukur, fínsaxaður
1 msk. ólífuolía
50 g smjör
400 g sveppir, blandaðir
1 grasker, saxað (butternut squash)
250 g perlubygg
½ tsk. salvía, þurrkuð, eða 1 msk. fersk salvía
1 l kjúklingasoð
25 g parmesanostur, rifinn og aukaostur til að bera fram með
salt og pipar

Léttsteikið lauk upp úr ólífuolíu og helmingnum af smjörinu, setjið svo sveppi og grasker út á pönnuna og steikið áfram í u.þ.b. 5 mínútur. Setjið perlubyggið út í ásamt salvíu og bragðbætið með salti og pipar.

Hellið kjúklingasoði í skömmtum út í og hrærið stöðugt í á meðan. Sjóðið þar til nær allt kjúklingasoðið hefur gufað upp og byggið orðið mjúkt. Bætið þá afganginum af smjörinu og parmesanostinum saman við og hrærið þar til allt er orðið mjúkt.

- Auglýsing -

Berið fram með rifnum parmesanosti og svörtum pipar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -