Laugardagur 24. febrúar, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Kerfils- og rabarbara-chutney – sæla í krukku!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þetta æðislega kerfils- og rabarbara-chutney er gott með t.d. indverskum mat, frábært í samlokur, vefjur og á brúskettur. Gott með allskonar kjöti, t.d. kjúklingi eða svínakjöti.

 

Kerfils- og rabarbara-chutney
3-4 krukkur

olía til steikingar
1 rauðlaukur, saxaður smátt
2 skalotlaukar, saxaðir smátt
2-3 tsk. ferskt engifer, rifið fínt
1 ½ dl eplaedik
1 dl balsamedik
200 g döðlur, saxaðar gróft
1 grænt epli, afhýtt og rifið gróft
2 tsk. svört sinnepsfræ
2 tsk. garam masala-kryddblanda
1 tsk. túrmerik
400 g rabarbari, skorinn í bita
170 g fíngerðir kerfilsstilkar, sneiddir þunnt
3 dl sykur

Hitið olíu í potti og steikið laukinn í nokkrar mín. ásamt engifer. Bætið edikinu saman við og látið sjóða saman í nokkrar mín.

Bætið þá döðlum og epli út í og látið sjóða saman í 5-10 mín. ásamt kryddi. Setjið að lokum rabarbara og kerfil út í og látið allt malla saman undir loki í 40-50 mín.

Hrærið reglulega í pottinum. Takið lokið af undir lok suðutímans ef maukið er of vatnsmikið. Sjóðið þar til það er hæfilega þykkt.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -