Laugardagur 14. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Máttugar matartegundir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matartegundir sem auka kraft og úthald.

Granatepli innihalda öflug andoxunarefni og rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla þeirra getur haft áhrif á það hvernig slagæðar okkar eldast.

Flestar matartegundir hafa áhrif á okkur. Þær gefa okkur næringarefni, orku og vítamín til að takast á við verkefni dagsins og því rétt að huga að því hvaða matartegundir við ættum að leitast eftir að bæta inn í okkar daglegu neyslu til að auka okkur kraft og úthald, ekki síst þessa köldustu og dimmustu vetrarmánuði.

Granatepli innihalda öflug andoxunarefni og rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla þeirra getur haft áhrif á það hvernig slagæðar okkar eldast. Líklegt þykir að granatepli hafi góð áhrif á tíðni krabbameins, sérstaklega blöðruhálskirtilskrabbameins, en engum rannsóknum á þessum eiginleikum hefur enn verið lokið.

Bygg inniheldur átta lífsnauðsynlegar amínósýrur og samkvæmt nýlegri rannsókn getur neysla á því komið reglu á blóðsykurinn í allt að 10 klst. eftir neyslu þess. Bygg er einnig talið hjálpa til við lækkun kólesteróls í blóði og draga úr hættunni á tegund 2 sykursýki.

Magurt kjöt er ein besta uppspretta járns sem til er og hefur einnig áhrif á getu líkamans til að taka upp járn úr öðrum fæðutegundum. Kjöt inniheldur sínk sem talið er bæta minnið og B-vítamín sem hjálpa líkamanum að nýta orkuna úr matnum. Kjöt af dýrum sem fóðruð hafa verið á grasi í stað hafra inniheldur meira af E-vítamíni og omega-3 fitusýrum. Villibráðin okkar er mögur og bítur gras, mosa og fjallagrös allan ársins hring.

Feitur fiskur er fullur af fjörefnum og omega-3 fitusýrum sem sannað er að hafa góð og víðtæk áhrif í líkamanum. Omega-3 fitusýrur hafa m.a. verið taldar hafa góð áhrif á liði og lundarfar og hjálplegar í baráttunni gegn þunglyndi og kvíða auk þess að hafa góð áhrif á starfsemi heilans. Fiskur er klárlega rétta hráefnið til að byrja á þegar við viljum bæta mataræði okkar.

Feitur fiskur er fullur af fjörefnum og omega-3 fitusýrum sem sannað er að hafa góð og víðtæk áhrif í líkamanum … Fiskur er klárlega rétta hráefnið til að byrja á þegar við viljum bæta mataræði okkar.

Kanill er bragðgóður í bæði sæta og kryddaða rétti og það er kannski ekki af ástæðulausu að margir sækja í hann. Hann er talinn koma jafnvægi á blóðsykurinn og hefur í gegnum aldirnar verið notaður gegn tannverkjum og andremmu og einnig sem vörn gegn kvefi og meltingartruflunum.

- Auglýsing -

Villtur lax inniheldur mikið af D-vítamíni og omega-3 fitusýrum og sáralítið af þungmálmum. Íslenski laxinn, sér í lagi sá villti, er hér í algjörum sérflokki. Fitusýrurnar í laxinum hafa góð áhrif á húðina og lundarfarið og berjast gegn fitusöfnun, hjartasjúkdómum og áhrifum liðagigtar.

Til eru margar tegundir af hollum olíum svo sem ólífuolía, sesamolía, hörfræjaolía og hveitikímsolía en þær henta misvel í eldamennsku og eru misbragðgóðar. Til að hámarka heilsusamlega eiginleika þeirra er best að geyma þær í dökkum flöskum á köldum stað, jafnvel í kæliskáp.

Eggjarauður innihalda mörg torfengin næringarefni, s.s. choline sem tengt hefur verið lægri tíðni brjóstakrabbameins (ein rauða uppfyllir ¼ af ráðlögðum dagsskammti). Auk þess innihalda eggjarauður mikilvæg andoxunarefni. Margir hafa forðast egg vegna tengsla þeirra við hjartasjúkdóma en fyrir flesta er engin ástæða til þess. Þeir sem þegar þjást af hjartasjúkdómum ættu að takmarka neysluna við 1-2 rauður á viku en öðrum er óhætt að borða a.m.k. eitt egg daglega, rannsóknir hafa sýnt fram á að það eykur ekki líkurnar á hjartasjúkdómum eða hjartaáfalli.

- Auglýsing -

Spirulina er ein þekktasta ofurfæða sem til er en hún er jafnan þurrkuð og hennar yfirleitt neytt sem fæðubótarefnis. Það er ekki að ástæðulaus að Spirulina lendir ofarlega á öllum ofurfæðulistum, hún inniheldur gríðarlegt magn næringarefna, t.d. beta karótín, járn, kalíum, kalk, B-12 vítamín, blaðgrænu og góðar fitusýrur.

Rannsóknir sem gerðar voru á dýrum sýndu m.a. að neysla á bláberjum gæti lækkaði kólesterólmagn í blóði og hjálpað til við stjórnun blóðþrýstings.

Blaðlaukur, laukur og hvítlaukur búa yfir mörgum ótrúlegum kostum. Laukur er talinn geta hjálpað til við að lækka blóðþrýstinginn og kólesteról í blóði. Rannsóknir benda einnig til að laukur geti haft hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfruma í blöðruhálskirtli, maga og ristli. Laukur hefur hamlandi áhrif á fjölgun baktería og hvítlaukur er t.d. talinn geta minnkað líkurnar á kvefi.

Mikil víndrykkja verður seint talin heilsusamleg en því er þó haldið fram að hófleg neysla á rauðvíni geti haft góð áhrif á starfssemi hjarta og æðakerfis, þetta er stundum kallað „franska mótsögnin“. Rauðvín inniheldur polyfenól og resveratol, efni sem m.a. eru talin eiga þátt í þessum meintu áhrifum rauðvíns. Rauðvín er einnig ríkt af andoxunarefnum. Við leggjum hér aftur áherslu á orðin „hófleg neysla“.

Bláber innihalda mikið magn andoxunarefna og talið er að neysla þeirra geti dregið úr einkennum hjá Alzheimer-sjúklingum og þeim sem þjást af elliglöpum. Rannsóknir sem gerðar voru á dýrum sýndu m.a. að neysla á bláberjum gæti lækkaði kólesterólmagn í blóði og hjálpað til við stjórnun blóðþrýstings.

Rauðrófan er mjög mikilvæg fæðutegund og hefur stóru hlutverki að gegna fyrir líkamann. Í rauðrófunni er járn, C-, Bl-, B2-, B6-, og P-vítamín ásamt mikilsverðustu amínósýrunum. Rauðrófan hefur gagnast vel við blóðleysi og bólgum í líkamanum og ætti skilið að gegna miklu stærra hlutverki hjá okkur en hún gerir. Síðustu ár hefur verið hægt að fá mjög góðar, ferskar rauðrófur í verslunum hérlendis.

Texti / Guðrún Vaka Helgadóttir

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -